Louis Cole á leið til Íslands 7. janúar 2019 14:55 Cole lofar flottum tónleikum. Bandaríski tónlistarmaðurinn Louis Cole heldur tónleika í Hljómahöll þann 15. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hljómahöll. „Hann er álitinn einn af framúrstefnulegustu fönk trommurum heims í dag. Markmið hans með tónlist sinni er að tjá djúpar tilfinningar sínar en óhætt er að segja að tónlist hans sé mjög tilfinningarík. Louis Cole hefur gert ótal myndbönd við tónlist sína sem hafa orðið gríðarlega vinsæl á YouTube. Myndbönd við lögin Weird Part of The Night, Bank Account, Blimp, Thinking og F it up hafa samanlagt fengið margar milljónir áhorfa,“ segir í tilkynningunni. Myndböndin, sem eru sögð einkennast af miklum húmor, gripu meðal annars athygli meðlima hljómsveitarinnar Red Hot Chili Peppers sem buðu honum að hita upp fyrir sig á hljómleikaferð þeirra um heiminn árið 2017. Haft er eftir Cole, sem er frá Los Angeles, að hann hafi lengi langað að sækja Ísland heim. „Landið virkar svo svalt og að halda tónleika þar er enn svalara. Ég lofa flottum tónleikum,“ segir Cole. Louis Cole er annar meðlimur hljómsveitarinnar Knower. Hann á lag í kvikmyndinni Lego Ninjago og hann hefur samið lög fyrir listamenn á borð við Thundercat, Seal, Janet Jackson og fleiri. Louis Cole gaf út plötuna Time í ágúst síðastliðnum „og hefur hún fengið einróma lof gagnrýnenda, má þar helst nefna Pitchfork, The 405 og The Line of Best Fit,“ segir í tilkynningunni. Auk Louis Cole mun tónlistarkonan Genevieve Artadi (meðlimur Knower) koma fram og hljómsveitin Moses Hightower. Tónleikarnir fara fram föstudagskvöldið 15. febrúar og hefjast kl. 20:00.Plötuna Time má heyra hér að neðan. Tónlist Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Louis Cole heldur tónleika í Hljómahöll þann 15. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hljómahöll. „Hann er álitinn einn af framúrstefnulegustu fönk trommurum heims í dag. Markmið hans með tónlist sinni er að tjá djúpar tilfinningar sínar en óhætt er að segja að tónlist hans sé mjög tilfinningarík. Louis Cole hefur gert ótal myndbönd við tónlist sína sem hafa orðið gríðarlega vinsæl á YouTube. Myndbönd við lögin Weird Part of The Night, Bank Account, Blimp, Thinking og F it up hafa samanlagt fengið margar milljónir áhorfa,“ segir í tilkynningunni. Myndböndin, sem eru sögð einkennast af miklum húmor, gripu meðal annars athygli meðlima hljómsveitarinnar Red Hot Chili Peppers sem buðu honum að hita upp fyrir sig á hljómleikaferð þeirra um heiminn árið 2017. Haft er eftir Cole, sem er frá Los Angeles, að hann hafi lengi langað að sækja Ísland heim. „Landið virkar svo svalt og að halda tónleika þar er enn svalara. Ég lofa flottum tónleikum,“ segir Cole. Louis Cole er annar meðlimur hljómsveitarinnar Knower. Hann á lag í kvikmyndinni Lego Ninjago og hann hefur samið lög fyrir listamenn á borð við Thundercat, Seal, Janet Jackson og fleiri. Louis Cole gaf út plötuna Time í ágúst síðastliðnum „og hefur hún fengið einróma lof gagnrýnenda, má þar helst nefna Pitchfork, The 405 og The Line of Best Fit,“ segir í tilkynningunni. Auk Louis Cole mun tónlistarkonan Genevieve Artadi (meðlimur Knower) koma fram og hljómsveitin Moses Hightower. Tónleikarnir fara fram föstudagskvöldið 15. febrúar og hefjast kl. 20:00.Plötuna Time má heyra hér að neðan.
Tónlist Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira