Spyrja 50 lykilspurninga um framtíð sveitarstjórnarstigs Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. maí 2019 11:00 Árneshreppur á Ströndum er fámennasta sveitarfélag landsins en íbúar voru 40 um síðustu áramót. Fréttablaðið/Stefán „Þetta byggir kannski í stórum dráttum á því meginsjónarmiði hvort það eigi að efla sveitarstjórnarstigið eða ekki. Það er grundvallarspurningin. Þótt manni finnist vera nokkur samhljómur um að það eigi að efla það, þá er kannski ekki alveg ljóst hversu mikill samhljómur er um það hvernig eigi að gera það,“ segir Valgarður Hilmarsson, formaður starfshóps um stefnumótun fyrir sveitarstjórnarstigið. Grænbók, eða umræðuskjal, starfshópsins hefur verið lögð fram í opið samráðsferli. Að samráði loknu mun hópurinn móta hvítbók sem er í raun drög að opinberri stefnu. Auk Valgarðs eiga sæti í hópnum þau Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Framsetningin hjá okkur er þannig að við reynum að kalla fram viðbrögð og umræðu. Það má segja að þarna sé bæði samantekt á stöðu sveitarfélaga og því leiðarljósi sem ráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa haft. Síðan er meiningin að lögð verði fram þingsályktunartillaga í haust um stefnumótun,“ segir Valgarður. Í grænbókinni fer starfshópurinn yfir þau lykilviðfangsefni sem hann telur fram undan á næstu árum. Í því skyni eru settar fram 50 spurningar sem snúa að sjálfsstjórn sveitarfélaga, lýðræði og mannréttindum, sjálfbærni, heildarhagsmunum og verkefnum sveitarfélaga og tekjustofnum. „Við ákváðum að hafa spurningarnar fleiri en færri í því augnamiði að reyna að draga fram skoðanir fólks. Við munum svo fara vel yfir það sem kemur en við vonumst bæði til þess að fá viðbrögð frá sveitarstjórnarfólki og ekki síður frá íbúum sjálfum.“ Umræðan um eflingu sveitarstjórnarstigsins snúist að miklu leyti um fjármál en ekki megi gleyma félagslega þættinum. „Hvernig horfa hlutirnir til dæmis við sveitarfélögum sem ná yfir stór svæði. Hvernig er hægt að nálgast íbúana og skoðanir þeirra betur? Það eru líka áleitnar spurningar.“ Sé vilji til þess að efla sveitarfélög með því að færa þeim fleiri verkefni þurfi þau að vera stærri og öflugri. Sjálfur var Valgarður sveitarstjórnarmaður í um fjóra áratugi og var meðal annars sveitarstjóri Blönduóssbæjar. „Kannski þurfa þau líka að vera einsleitari en þau eru í dag þótt það verði auðvitað aldrei jafnað alveg. Við erum með allan skalann frá Árneshreppi á Ströndum til Reykjavíkur. Það er samt alveg sama hver stærð sveitarfélagsins er, þeim er öllum ætlað að þjónusta íbúana.“ Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Umdeildur brottflutningur vekur ugg innan Samfylkingarinnar Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
„Þetta byggir kannski í stórum dráttum á því meginsjónarmiði hvort það eigi að efla sveitarstjórnarstigið eða ekki. Það er grundvallarspurningin. Þótt manni finnist vera nokkur samhljómur um að það eigi að efla það, þá er kannski ekki alveg ljóst hversu mikill samhljómur er um það hvernig eigi að gera það,“ segir Valgarður Hilmarsson, formaður starfshóps um stefnumótun fyrir sveitarstjórnarstigið. Grænbók, eða umræðuskjal, starfshópsins hefur verið lögð fram í opið samráðsferli. Að samráði loknu mun hópurinn móta hvítbók sem er í raun drög að opinberri stefnu. Auk Valgarðs eiga sæti í hópnum þau Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Framsetningin hjá okkur er þannig að við reynum að kalla fram viðbrögð og umræðu. Það má segja að þarna sé bæði samantekt á stöðu sveitarfélaga og því leiðarljósi sem ráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa haft. Síðan er meiningin að lögð verði fram þingsályktunartillaga í haust um stefnumótun,“ segir Valgarður. Í grænbókinni fer starfshópurinn yfir þau lykilviðfangsefni sem hann telur fram undan á næstu árum. Í því skyni eru settar fram 50 spurningar sem snúa að sjálfsstjórn sveitarfélaga, lýðræði og mannréttindum, sjálfbærni, heildarhagsmunum og verkefnum sveitarfélaga og tekjustofnum. „Við ákváðum að hafa spurningarnar fleiri en færri í því augnamiði að reyna að draga fram skoðanir fólks. Við munum svo fara vel yfir það sem kemur en við vonumst bæði til þess að fá viðbrögð frá sveitarstjórnarfólki og ekki síður frá íbúum sjálfum.“ Umræðan um eflingu sveitarstjórnarstigsins snúist að miklu leyti um fjármál en ekki megi gleyma félagslega þættinum. „Hvernig horfa hlutirnir til dæmis við sveitarfélögum sem ná yfir stór svæði. Hvernig er hægt að nálgast íbúana og skoðanir þeirra betur? Það eru líka áleitnar spurningar.“ Sé vilji til þess að efla sveitarfélög með því að færa þeim fleiri verkefni þurfi þau að vera stærri og öflugri. Sjálfur var Valgarður sveitarstjórnarmaður í um fjóra áratugi og var meðal annars sveitarstjóri Blönduóssbæjar. „Kannski þurfa þau líka að vera einsleitari en þau eru í dag þótt það verði auðvitað aldrei jafnað alveg. Við erum með allan skalann frá Árneshreppi á Ströndum til Reykjavíkur. Það er samt alveg sama hver stærð sveitarfélagsins er, þeim er öllum ætlað að þjónusta íbúana.“
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Umdeildur brottflutningur vekur ugg innan Samfylkingarinnar Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira