Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. maí 2019 11:00 Julian Assange áður en hann kom fyrir dóm í dag. vísir/epa Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. Braut hann gegn skilyrðunum með því að sækja um pólitískt hæli í sendiráði Ekvador í Lundúnum en hann sótti um hæli til þess að forðast framsal til Svíþjóðar þar sem hann var grunaður um kynferðisbrot. Þau mál hafa verið felld niður en Assange dvaldi áfram í sendiráðinu til þess að forðast framsal til Bandaríkjanna. Stjórnvöld í Ekvador sviptu Assange hæli um miðjan apríl og var hann í kjölfarið handtekinn af breskum lögregluyfirvöldum í sendiráðinu. Bandaríkjamenn hafa farið fram á að Assange verði framseldur þar sem þeir saka hann um samráð við Chelsea Manning, en hún hlóð niður öllum upplýsingum úr fjórum, leynilegum bandarískum gagnagrunnum. „Ég taldi mig vera að gera það besta og það eina sem ég gat gert“ Assange beið allt að 12 mánaða langur fangelsisdómur í Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess að hann var látinn laus á sínum tíma en dómurinn í dag nær ekki alveg upp í þann refsiramma. Mark Summers, verjandi Assange, sagði að skjólstæðingur hans hefði brotið gegn skilyrðunum fyrir sjö árum vegna þess að hann hafði raunverulega ástæðu til að óttast það að hann yrði framseldur til Svíþjóðar. Þá óttaðist hann að hann yrði svo framseldur til Bandaríkjanna og færi þaðan í fangabúðirnar í Guantanamo Bay á Kúbu. Summers las jafnframt upp úr bréfi frá Assange þar sem hann baðst einlægrar afsökunar á því að hafa sótt um hæli í sendiráðinu. „Ég var í hræðilegum aðstæðum. Ég taldi mig vera að gera það besta og það eina sem ég gat gert í stöðunni,“ sagði í bréfi Assange. Eins og áður segir hafði rannsókn yfirvalda í Svíþjóð á hendur Assange vegna gruns um kynferðisbrot verið felld niður. Saksóknarar hafa hins vegar sagt að nú komi til greina að taka rannsóknina upp að nýju þar sem hinn grunaði hafi verið handtekinn. Þá fara Bandaríkin enn fram á það að hann verði framseldur þangað svo hægt verði að sækja hann til saka fyrir þá glæpi sem hann er grunaður um þar í landi. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52 Segir Assange hafa makað saur á sendiráðsveggina Forseti Ekvadors segir að það hafi verið nægileg ástæða til að afturkalla hæli stofnanda Wikileaks. 16. apríl 2019 23:27 Manning neitað um lausn gegn tryggingu Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir ákærudómstól 23. apríl 2019 12:31 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. Braut hann gegn skilyrðunum með því að sækja um pólitískt hæli í sendiráði Ekvador í Lundúnum en hann sótti um hæli til þess að forðast framsal til Svíþjóðar þar sem hann var grunaður um kynferðisbrot. Þau mál hafa verið felld niður en Assange dvaldi áfram í sendiráðinu til þess að forðast framsal til Bandaríkjanna. Stjórnvöld í Ekvador sviptu Assange hæli um miðjan apríl og var hann í kjölfarið handtekinn af breskum lögregluyfirvöldum í sendiráðinu. Bandaríkjamenn hafa farið fram á að Assange verði framseldur þar sem þeir saka hann um samráð við Chelsea Manning, en hún hlóð niður öllum upplýsingum úr fjórum, leynilegum bandarískum gagnagrunnum. „Ég taldi mig vera að gera það besta og það eina sem ég gat gert“ Assange beið allt að 12 mánaða langur fangelsisdómur í Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess að hann var látinn laus á sínum tíma en dómurinn í dag nær ekki alveg upp í þann refsiramma. Mark Summers, verjandi Assange, sagði að skjólstæðingur hans hefði brotið gegn skilyrðunum fyrir sjö árum vegna þess að hann hafði raunverulega ástæðu til að óttast það að hann yrði framseldur til Svíþjóðar. Þá óttaðist hann að hann yrði svo framseldur til Bandaríkjanna og færi þaðan í fangabúðirnar í Guantanamo Bay á Kúbu. Summers las jafnframt upp úr bréfi frá Assange þar sem hann baðst einlægrar afsökunar á því að hafa sótt um hæli í sendiráðinu. „Ég var í hræðilegum aðstæðum. Ég taldi mig vera að gera það besta og það eina sem ég gat gert í stöðunni,“ sagði í bréfi Assange. Eins og áður segir hafði rannsókn yfirvalda í Svíþjóð á hendur Assange vegna gruns um kynferðisbrot verið felld niður. Saksóknarar hafa hins vegar sagt að nú komi til greina að taka rannsóknina upp að nýju þar sem hinn grunaði hafi verið handtekinn. Þá fara Bandaríkin enn fram á það að hann verði framseldur þangað svo hægt verði að sækja hann til saka fyrir þá glæpi sem hann er grunaður um þar í landi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52 Segir Assange hafa makað saur á sendiráðsveggina Forseti Ekvadors segir að það hafi verið nægileg ástæða til að afturkalla hæli stofnanda Wikileaks. 16. apríl 2019 23:27 Manning neitað um lausn gegn tryggingu Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir ákærudómstól 23. apríl 2019 12:31 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52
Segir Assange hafa makað saur á sendiráðsveggina Forseti Ekvadors segir að það hafi verið nægileg ástæða til að afturkalla hæli stofnanda Wikileaks. 16. apríl 2019 23:27
Manning neitað um lausn gegn tryggingu Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir ákærudómstól 23. apríl 2019 12:31