Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. október 2025 11:44 Fjöldi Palestínumanna sneri aftur að heimilum sínum eftir að vopnahlé tók gildi í gær. Mikil eyðilegging blasir við. AP Hamas-samtökin hafa frest til hádegis á mánudag til þess að sleppa öllum tuttugu gíslunum sem enn eru í haldi samtakanna og eru taldir á lífi. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir samtökin nú vinna að því að safna saman gíslunum og segist fullviss um að samtökin og Ísraelsstjórn haldi áætlun samkvæmt vopnahléssamkomulaginu. Í umfjöllun BBC segir að Ísraelsher komi til með að frelsa 1700 Palestínumenn sem eru í haldi á Gasa sem og um 250 palestínska fanga. Hamas virðast þó krefjast þess að fleiri föngum verði sleppt. Miðillinn hafði eftir Trump í gærkvöldi að Hamas ynni að því að safna saman gíslunum, sem séu vistaðir á torfærum svæðum. Honum þætti líklegt að báðar hliðar héldu áætlun, þar sem allir væru orðnir „þreyttir á að berjast“. Þá sé nokkur samhljómur um næstu skref þó að enn þurfi að semja um einhver smáatriði. Stærsti ágreiningurinn í þeim efnum sé hvernig stjórnarfarið verður á Gasa í framhaldinu. Fundar um framtíð Gasa Á mánudaginn mun Trump funda með, að eigin sögn, „fjölda leiðtoga“ um framtíð Gasa. Enn liggur ekki fyrir um hvaða leiðtoga ræðir. Í samkomulaginu var kveðið á um aukið flæði hjálpargagna inn á Gasa en samkvæmt upplýsingum frá Unicef hefur engin aðstoð borist í dag, hundruð flutningabíla bíði þess að komast inn fyrir landamæri Gasa. Frá því að vopnahlé tók gildi hafa hundruð þúsunda Palestínumanna flust til síns gamla heima en mikil eyðilegging á mannvirkjum og innviðum blasir við eftir linnulausar loftárásir Ísraelshers, líkt og sjá mátti í kvöldfréttum í gær. Í þjóðarávarpi Benamíns Netanjahú forsætisráðherra Ísraels hótaði hann því að afvopna Hamas með valdi ef þau gera það ekki í sjálf. Þrátt fyrir vopnahléð umkringdi Ísraelsher ennþá samtökin og næsta skref í samkomulaginu yrði að Hamas afvopnist. Samtökin hafa þó ekki gefið neitt út um slíkt. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Forsætisráðherra Ísraels hótaði því að afvopna Hamas-samtökin með valdi ef þau gera það ekki í sjálf í þjóðarávarpi eftir að vopnahlé tók gildi á Gasa í dag. Þúsundir íbúa á Gasa sem hafa þurft að flýja árásir Ísraela byrjuðu að streyma til síns heima í morgun. 10. október 2025 12:19 Vopnahlé tekur gildi Ríkisstjórn Ísrael hefur staðfest samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa einnig samþykkt samkomulagið og hefur vopnahlé því tekið gildi. 9. október 2025 22:47 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Í umfjöllun BBC segir að Ísraelsher komi til með að frelsa 1700 Palestínumenn sem eru í haldi á Gasa sem og um 250 palestínska fanga. Hamas virðast þó krefjast þess að fleiri föngum verði sleppt. Miðillinn hafði eftir Trump í gærkvöldi að Hamas ynni að því að safna saman gíslunum, sem séu vistaðir á torfærum svæðum. Honum þætti líklegt að báðar hliðar héldu áætlun, þar sem allir væru orðnir „þreyttir á að berjast“. Þá sé nokkur samhljómur um næstu skref þó að enn þurfi að semja um einhver smáatriði. Stærsti ágreiningurinn í þeim efnum sé hvernig stjórnarfarið verður á Gasa í framhaldinu. Fundar um framtíð Gasa Á mánudaginn mun Trump funda með, að eigin sögn, „fjölda leiðtoga“ um framtíð Gasa. Enn liggur ekki fyrir um hvaða leiðtoga ræðir. Í samkomulaginu var kveðið á um aukið flæði hjálpargagna inn á Gasa en samkvæmt upplýsingum frá Unicef hefur engin aðstoð borist í dag, hundruð flutningabíla bíði þess að komast inn fyrir landamæri Gasa. Frá því að vopnahlé tók gildi hafa hundruð þúsunda Palestínumanna flust til síns gamla heima en mikil eyðilegging á mannvirkjum og innviðum blasir við eftir linnulausar loftárásir Ísraelshers, líkt og sjá mátti í kvöldfréttum í gær. Í þjóðarávarpi Benamíns Netanjahú forsætisráðherra Ísraels hótaði hann því að afvopna Hamas með valdi ef þau gera það ekki í sjálf. Þrátt fyrir vopnahléð umkringdi Ísraelsher ennþá samtökin og næsta skref í samkomulaginu yrði að Hamas afvopnist. Samtökin hafa þó ekki gefið neitt út um slíkt.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Forsætisráðherra Ísraels hótaði því að afvopna Hamas-samtökin með valdi ef þau gera það ekki í sjálf í þjóðarávarpi eftir að vopnahlé tók gildi á Gasa í dag. Þúsundir íbúa á Gasa sem hafa þurft að flýja árásir Ísraela byrjuðu að streyma til síns heima í morgun. 10. október 2025 12:19 Vopnahlé tekur gildi Ríkisstjórn Ísrael hefur staðfest samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa einnig samþykkt samkomulagið og hefur vopnahlé því tekið gildi. 9. október 2025 22:47 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Forsætisráðherra Ísraels hótaði því að afvopna Hamas-samtökin með valdi ef þau gera það ekki í sjálf í þjóðarávarpi eftir að vopnahlé tók gildi á Gasa í dag. Þúsundir íbúa á Gasa sem hafa þurft að flýja árásir Ísraela byrjuðu að streyma til síns heima í morgun. 10. október 2025 12:19
Vopnahlé tekur gildi Ríkisstjórn Ísrael hefur staðfest samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa einnig samþykkt samkomulagið og hefur vopnahlé því tekið gildi. 9. október 2025 22:47