Arsenal með fullt hús eftir sigur á Jóhanni Berg í 100. leiknum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aubameyang fagnar marki sínu í dag.
Aubameyang fagnar marki sínu í dag. vísir/getty
Arsenal er með sex stig eftir fyrstu tvo leikina í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-1 sigur á Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley.Jóhann Berg lék sinn 100. leik fyrir Burnley í dag en hann var í byrjunarliðinu hjá Burnley í dag.

Arsenal komst yfir á 13. mínútu er Alexandre Lacazette skoraði. Boltinn féll til hans eftir hornspyrnu og hann skóflaði boltanum í netið liggjandi í grasinu.Burnley voru ekki af baki dottnir. Þeir jöfnuðu metin tveimur mínútum fyrir hlé og það var Ashley Barnes. Enn eitt markið hjá þessum ótrúlega framherja. Allt jafnt í hálfleik.Sigurmarkið skoraði Pierre-Emerick Aubameyang með sínu öðru marki á leiktíðinni en markið kom eftir laglegt skot frá gabonska framherjanum.

Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 72 mínúturnar í leiknum. Burnley er með þrjú stig en Arsenal er með fullt hús stig eftir fyrstu tvo leikina.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.