Enski boltinn

Pochettino: Son er miður sín

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Son átti erfitt með að halda aftur af tilfinningum sínum þegar hann fór af velli með rautt spjald eftir brotið
Son átti erfitt með að halda aftur af tilfinningum sínum þegar hann fór af velli með rautt spjald eftir brotið vísir/getty
Hrikaleg meiðsli Andre Gomes í leik Everton og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld tóku mikið á Son-Heung min.

Undir lok leiksins á Goodison Park fór Son í tæklingu sem leiddi til þess að Gomes féll illa til jarðar og meiddist mjög illa.

„Son er miður sín. Hann átti erfitt með að halda ró sinni. Þetta var alls ekki viljandi heldur mjög, mjög mikil óheppni,“ sagði knattspyrnustjóri Tottenham, Mauricio Pochettino, eftir leikinn.

„Við finnum mikið til með Gomes. Hann var mjög óheppinn með hvernig hann lenti.“

„Við sendum honum okkar bestu kveðjur. Á svona augnablikum snýst þetta ekki um fótbolta, það eina sem skiptir máli er að það sé í lagi með hann.“

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.