Áhorf á Ófærð 2 með því hæsta sem mælst hefur Birgir Olgeirsson skrifar 22. janúar 2019 15:02 Fimmti þáttur Ófærðar var sýndur á sunnudag. Lilja Jóns Heildaráhorf á nýjustu seríu Ófærðar er nú í kringum 60 prósent og hlutdeildin, það er hlutfall þeirra sem horfðu á sjónvarp þegar Ófærð var á dagskrá, um og yfir 90 prósent. Sýningar á annarri þáttaröðinni hófust á öðrum degi jóla en í tilkynningunni kemur fram að hliðrað áhorf þáttanna, það er áhorf utan línulegrar dagskrár, meðal annars í spilara RÚV á netinu og efnisveitum á borð við Frelsisþjónustu fjarskiptafyrirtækja, hefur mælst liðlega helmingur af heildaráhorfi og aldrei mælst hærra, að því er fram kemur í tilkynningu um áhorf þáttanna frá RVK Studios og Ríkisútvarpinu. Í tilkynningunni segir að heildaráhorfið á þættina til þessa sé með því hæsta sem mælst hefur á leikið efni í íslensku sjónvarpi. Sýning seríunnar er hálfnuð, búið að sýna fimm þætti af tíu, en í tilkynningunni segir að búast megi við að aðrir þættir í seríunni nái samskonar áhorfi eða meiru, eins og raunin varð með fyrstu þáttaröðina þar sem áhorfið jókst eftir því sem nær dró endalokum. Í tilkynningunni kemur fram að áhorfið á aðra seríu Ófærðar sé met og að áhorfið muni halda áfram að aukast þar sem mælingar sýna að hliðaráhorf sé enn all nokkurt á þá þætti sem sýndir hafa verið til þessa. Sigurjón Kjartansson handritshöfundur Ófærðar birti skýringarmynd á Twitter um helgina til að hjálpa áhorfendum að skilja tengslin á milli persóna í þáttaröðinni. Virðist skýringarmyndin hafa mælst vel fyrir en á annað þúsund manns hafa líkað við myndina.Gjöriði svo vel! #ofaerð pic.twitter.com/RBsr5a1d3z— Sigurjón Kjartansson (@Skjartansson) January 20, 2019 Tengdar fréttir Twitter brást vel við Ófærð Steinn Ármann Magnússon, órenndar yfirhafnir og hljóðvandræði virðast hafa stolið senunni í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar af Ófærð, sem frumsýndur var í kvöld. 26. desember 2018 23:42 Telur Íslendinga óvana því að horfa á leikið íslenskt efni án texta Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps hjá RÚV, segir að ekkert athugavert hafi fundist við athugun á hljóðinu í annarri þáttaröð af Ófærð í leikstjórn Baltasars Kormáks. 28. desember 2018 13:06 Mæður Downs-barna gagnrýna orðfæri í Ófærð Handritshöfundur segir orðfærið sagt af illra innrættri persónu í þáttunum og notað til að lýsa því hversu ógeðfelld hún er. 14. janúar 2019 15:50 Birta blóði drifna stiklu úr Ófærð RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Ófærðar birtu stiklu úr annari þáttaröðinni í dag. 23. nóvember 2018 17:33 Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Heildaráhorf á nýjustu seríu Ófærðar er nú í kringum 60 prósent og hlutdeildin, það er hlutfall þeirra sem horfðu á sjónvarp þegar Ófærð var á dagskrá, um og yfir 90 prósent. Sýningar á annarri þáttaröðinni hófust á öðrum degi jóla en í tilkynningunni kemur fram að hliðrað áhorf þáttanna, það er áhorf utan línulegrar dagskrár, meðal annars í spilara RÚV á netinu og efnisveitum á borð við Frelsisþjónustu fjarskiptafyrirtækja, hefur mælst liðlega helmingur af heildaráhorfi og aldrei mælst hærra, að því er fram kemur í tilkynningu um áhorf þáttanna frá RVK Studios og Ríkisútvarpinu. Í tilkynningunni segir að heildaráhorfið á þættina til þessa sé með því hæsta sem mælst hefur á leikið efni í íslensku sjónvarpi. Sýning seríunnar er hálfnuð, búið að sýna fimm þætti af tíu, en í tilkynningunni segir að búast megi við að aðrir þættir í seríunni nái samskonar áhorfi eða meiru, eins og raunin varð með fyrstu þáttaröðina þar sem áhorfið jókst eftir því sem nær dró endalokum. Í tilkynningunni kemur fram að áhorfið á aðra seríu Ófærðar sé met og að áhorfið muni halda áfram að aukast þar sem mælingar sýna að hliðaráhorf sé enn all nokkurt á þá þætti sem sýndir hafa verið til þessa. Sigurjón Kjartansson handritshöfundur Ófærðar birti skýringarmynd á Twitter um helgina til að hjálpa áhorfendum að skilja tengslin á milli persóna í þáttaröðinni. Virðist skýringarmyndin hafa mælst vel fyrir en á annað þúsund manns hafa líkað við myndina.Gjöriði svo vel! #ofaerð pic.twitter.com/RBsr5a1d3z— Sigurjón Kjartansson (@Skjartansson) January 20, 2019
Tengdar fréttir Twitter brást vel við Ófærð Steinn Ármann Magnússon, órenndar yfirhafnir og hljóðvandræði virðast hafa stolið senunni í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar af Ófærð, sem frumsýndur var í kvöld. 26. desember 2018 23:42 Telur Íslendinga óvana því að horfa á leikið íslenskt efni án texta Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps hjá RÚV, segir að ekkert athugavert hafi fundist við athugun á hljóðinu í annarri þáttaröð af Ófærð í leikstjórn Baltasars Kormáks. 28. desember 2018 13:06 Mæður Downs-barna gagnrýna orðfæri í Ófærð Handritshöfundur segir orðfærið sagt af illra innrættri persónu í þáttunum og notað til að lýsa því hversu ógeðfelld hún er. 14. janúar 2019 15:50 Birta blóði drifna stiklu úr Ófærð RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Ófærðar birtu stiklu úr annari þáttaröðinni í dag. 23. nóvember 2018 17:33 Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Twitter brást vel við Ófærð Steinn Ármann Magnússon, órenndar yfirhafnir og hljóðvandræði virðast hafa stolið senunni í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar af Ófærð, sem frumsýndur var í kvöld. 26. desember 2018 23:42
Telur Íslendinga óvana því að horfa á leikið íslenskt efni án texta Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps hjá RÚV, segir að ekkert athugavert hafi fundist við athugun á hljóðinu í annarri þáttaröð af Ófærð í leikstjórn Baltasars Kormáks. 28. desember 2018 13:06
Mæður Downs-barna gagnrýna orðfæri í Ófærð Handritshöfundur segir orðfærið sagt af illra innrættri persónu í þáttunum og notað til að lýsa því hversu ógeðfelld hún er. 14. janúar 2019 15:50
Birta blóði drifna stiklu úr Ófærð RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Ófærðar birtu stiklu úr annari þáttaröðinni í dag. 23. nóvember 2018 17:33
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein