Bíó og sjónvarp

Telur Íslendinga óvana því að horfa á leikið íslenskt efni án texta

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fyrsti þátturinn í annarri þáttaröð Ófærðar var sýndur á miðvikudag, annan dag jóla.
Fyrsti þátturinn í annarri þáttaröð Ófærðar var sýndur á miðvikudag, annan dag jóla. RÚV

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps hjá RÚV, segir að ekkert athugavert hafi fundist við athugun á hljóðinu í annarri þáttaröð af Ófærð í leikstjórn Baltasars Kormáks. Nokkuð bar á athugasemdum áhorfenda þegar fyrsti þátturinn var sýndur að kvöldi miðvikudags.

Notendur á Twitter, sem flestir á fyrri hluta ævi sinnar ef svo má segja, fylgjast vel með þættinum undir merkinu #Ófærð. Þar voru fjölmargar athugasemdir gerðar. Þá hefur eldri kynslóðin látið í sér heyra á Facebook og í bloggfærslum.„Við sannreyndum hljóðið vel og vandlega fyrir og eftir útsendingu, bæði hljóðblöndun og útsendingarstyrk og fundum ekkert athugavert. Með öðrum orðum þá er allt eins og það á að vera,“ segir Skarphéðinn í samtali við Morgunblaðið.

Borið hefur á því að kvartað sé vegna hljóðs í leiknu íslensku efni. Skarphéðinn segir að undantekningarlaust berist athugasemdir vegna hljóðs. Samtöl heyrist ekki eða skiljist ekki. Hann minnir á síðu 888 á textavarpinu þar sem íslenskan texta sé að finna. Virðast margir hafa nýtt sér textann.

Hann segir sem svo virðist sme fólk eigi erfiðara með að horfa á og skilja leikið efni án texta. Vandamálið sé þekkt á Norðurlöndunum þar sem sömu athugasemdir séu gerðar.

„DR hefur staðfest við okkur að þeir fái reglulega kvartanir yfir þessu í dönsku leiknu þáttaröðunum og þeirra skýring er að danskir áhorfendur séu einfaldlega óvanir því að horfa á leikið efni án texta, jafnvel þótt það sé á dönsku og eigi þar með að skiljast,“ segir Skarphéðinn í samtali við Morgunblaðið.
Tengdar fréttir

Twitter brást vel við Ófærð

Steinn Ármann Magnússon, órenndar yfirhafnir og hljóðvandræði virðast hafa stolið senunni í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar af Ófærð, sem frumsýndur var í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.