Bíó og sjónvarp

Telur Íslendinga óvana því að horfa á leikið íslenskt efni án texta

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fyrsti þátturinn í annarri þáttaröð Ófærðar var sýndur á miðvikudag, annan dag jóla.
Fyrsti þátturinn í annarri þáttaröð Ófærðar var sýndur á miðvikudag, annan dag jóla. RÚV
Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps hjá RÚV, segir að ekkert athugavert hafi fundist við athugun á hljóðinu í annarri þáttaröð af Ófærð í leikstjórn Baltasars Kormáks. Nokkuð bar á athugasemdum áhorfenda þegar fyrsti þátturinn var sýndur að kvöldi miðvikudags.

Notendur á Twitter, sem flestir á fyrri hluta ævi sinnar ef svo má segja, fylgjast vel með þættinum undir merkinu #Ófærð. Þar voru fjölmargar athugasemdir gerðar. Þá hefur eldri kynslóðin látið í sér heyra á Facebookog í bloggfærslum.

„Við sannreyndum hljóðið vel og vandlega fyrir og eftir útsendingu, bæði hljóðblöndun og útsendingarstyrk og fundum ekkert athugavert. Með öðrum orðum þá er allt eins og það á að vera,“ segir Skarphéðinn í samtali við Morgunblaðið.

Borið hefur á því að kvartað sé vegna hljóðs í leiknu íslensku efni. Skarphéðinn segir að undantekningarlaust berist athugasemdir vegna hljóðs. Samtöl heyrist ekki eða skiljist ekki. Hann minnir á síðu 888 á textavarpinu þar sem íslenskan texta sé að finna. Virðast margir hafa nýtt sér textann.

Hann segir sem svo virðist sme fólk eigi erfiðara með að horfa á og skilja leikið efni án texta. Vandamálið sé þekkt á Norðurlöndunum þar sem sömu athugasemdir séu gerðar.

„DR hefur staðfest við okkur að þeir fái reglulega kvartanir yfir þessu í dönsku leiknu þáttaröðunum og þeirra skýring er að danskir áhorfendur séu einfaldlega óvanir því að horfa á leikið efni án texta, jafnvel þótt það sé á dönsku og eigi þar með að skiljast,“ segir Skarphéðinn í samtali við Morgunblaðið.


Tengdar fréttir

Twitter brást vel við Ófærð

Steinn Ármann Magnússon, órenndar yfirhafnir og hljóðvandræði virðast hafa stolið senunni í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar af Ófærð, sem frumsýndur var í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×