Flóra Íslands, Hallgrímur og Sigrún fengu verðlaunin Jakob Bjarnar skrifar 29. janúar 2019 20:30 Verðlaunahafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2018. Sigrún, Hallgrímur og höfundar Flóru Íslands. Hallgrímur Helgason, Sigrún Eldjárn og höfundar Flóru Íslands eru handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna að þessu sinni. Höfundar hvers verks um sig fá milljón íslenskra króna í verðlaunafé auk heiðursins. Hallgrímur hefur verið tilnefndur fimm sinnum til þessara sömu verðlauna en árið 2001 hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Höfund Íslands. Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin 2018, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Verðlaunahöfum voru afhent skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir sem hannaðir er af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens; opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans. Sem fyrr segir skiptast verðlaunin í þrjá flokka eftirfarandi:Fræðirit og bækur almenns efnisHörður Kristinsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Jón Baldur Hlíðberg Flóra Íslands -Blómplöntur og byrkingar Útgefandi: Vaka HelgafellBarna- og ungmennabækurSigrún Eldjárn Silfurlykillinn Útgefandi: Mál og menningFagurbókmenntirHallgrímur Helgason Sextíu kíló af sólskini Útgefandi: JPV útgáfa Eins og lög gera ráð fyrir flutti formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, Heiðar Ingi Svansson, tölu og þakkaði hann stjórnvöldum mikið og vel fyrir lög sem gera ráð fyrir 400 milljóna stuðning við íslenska bókaútgáfu. Forseti Íslands kynnti niðurstöður dómnefndar og afhenti verðlaunin. Verðlaunahöfundar ávörpuðu gesti. Regína Ósk og Svenni Þór fluttu tvö lög á milli dagskráratriða. Fjögurra manna lokadómnefnd valdi verkin úr hópi fimmtán bóka sem tilnefndar voru til verðlaunanna í desember á síðasta ári þegar fimm bækur voru tilnefndar í hverjum flokki. Lokadómnefndina skipuðu Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, Steingrímur Þórðarson, Þórunn Sigurðardóttir og Gísli Sigurðsson sem var jafnframt var formaður nefndarinnar. Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Tengdar fréttir Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2018 voru tilkynntar í dag við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum; Fræðibækur og rit almenns eðlis, barna-og ungmennabókmenntir og fagurbókmenntir. 1. desember 2018 17:30 Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Hallgrímur Helgason, Sigrún Eldjárn og höfundar Flóru Íslands eru handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna að þessu sinni. Höfundar hvers verks um sig fá milljón íslenskra króna í verðlaunafé auk heiðursins. Hallgrímur hefur verið tilnefndur fimm sinnum til þessara sömu verðlauna en árið 2001 hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Höfund Íslands. Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin 2018, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Verðlaunahöfum voru afhent skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir sem hannaðir er af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens; opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans. Sem fyrr segir skiptast verðlaunin í þrjá flokka eftirfarandi:Fræðirit og bækur almenns efnisHörður Kristinsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Jón Baldur Hlíðberg Flóra Íslands -Blómplöntur og byrkingar Útgefandi: Vaka HelgafellBarna- og ungmennabækurSigrún Eldjárn Silfurlykillinn Útgefandi: Mál og menningFagurbókmenntirHallgrímur Helgason Sextíu kíló af sólskini Útgefandi: JPV útgáfa Eins og lög gera ráð fyrir flutti formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, Heiðar Ingi Svansson, tölu og þakkaði hann stjórnvöldum mikið og vel fyrir lög sem gera ráð fyrir 400 milljóna stuðning við íslenska bókaútgáfu. Forseti Íslands kynnti niðurstöður dómnefndar og afhenti verðlaunin. Verðlaunahöfundar ávörpuðu gesti. Regína Ósk og Svenni Þór fluttu tvö lög á milli dagskráratriða. Fjögurra manna lokadómnefnd valdi verkin úr hópi fimmtán bóka sem tilnefndar voru til verðlaunanna í desember á síðasta ári þegar fimm bækur voru tilnefndar í hverjum flokki. Lokadómnefndina skipuðu Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, Steingrímur Þórðarson, Þórunn Sigurðardóttir og Gísli Sigurðsson sem var jafnframt var formaður nefndarinnar.
Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Tengdar fréttir Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2018 voru tilkynntar í dag við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum; Fræðibækur og rit almenns eðlis, barna-og ungmennabókmenntir og fagurbókmenntir. 1. desember 2018 17:30 Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2018 voru tilkynntar í dag við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum; Fræðibækur og rit almenns eðlis, barna-og ungmennabókmenntir og fagurbókmenntir. 1. desember 2018 17:30