Enski boltinn

Þriggja ára bann fyrir að kasta símanum inn á völlinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þetta er ekki stuðningsmaðurinn sem kastaði símanum inn á völlinn. Þessi er þó einnig stuðningsmaður Norwich.
Þetta er ekki stuðningsmaðurinn sem kastaði símanum inn á völlinn. Þessi er þó einnig stuðningsmaður Norwich. vísir/getty

Stuðningsmaður Norwich hefur verið handtekinn og settur í þriggja ára bann frá heimavelli Norwich eftir atvik sem átti sér stað um helgina.

Umræddur stuðningsmaður tók sig til og kastaði símanum sínum inn á völlinn eftir að VAR hafi dæmt rangstöðu á Teemu Pukki í 2-2 jafnteflinu gegn Tottenham.

Ekki munaði miklu að Pukki var fyrir innan og stuðningsmanninum blöskraði það mikið að hann lét símann fljúga inn á.







Kevin Friend, dómari leiksins, sá svo til þess að síminn færi af vellinum áður en leikur hefðist að nýju.

Lögreglan var fljót til því hún hafði fundið stuðningsmanninn í hálfleik en atvikið átti sér stað í fyrri hálfleiknum.

Norwich gaf síðar frá sér yfirlýsingu að félagið hefði ekki neinn húmor fyrir slíkri hegðun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×