Sport

Í beinni í dag: UFC og toppliðin í Evrópu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Messi í leiknum um helgina.
Messi í leiknum um helgina. vísir/getty

Það er stór dagur fram undan á sportrásum Stöðvar 2, það verða tíu beinar útsendngar frá fjórum íþróttagreinum á dagskrá í dag.

Dagurinn byrjar á UFC bardagakvöldi í Suður-Kóreu þar sem Frankie Edgar mætir Chan Sung Jug, eða hinum kóreska zombie eins og hann er kallaður.

Sevilla er að reyna að hanga í toppliðunum í La Liga deildinni og sækir Real Mallorca heim í hádeginu. Seinna í dag spilar Barcelona við Deportivo og Valencia sækir Real Valladolid heim.

Inter er í harðri baráttu við Juventus um toppsætið í ítölsku úrvalsdeildinni og þarf að fara með sigur þegar Genoa mætir á San Síró.

Í ensku B-deildinni er hörð barátta um umspilssætin þó efstu tvö liðin séu flogin nokkuð fram úr. Preston Nort End mætir Cardiff í dag, PNE er með 37 stig í þriðja sætinu, níu sætum á undan Cardiff í 12. sætinu en aðeins fimm stigum því Cardiff er með 32 stig.

Þá verður HM í pílukasti á sínum stað og úrslitin ráðast á opna ástralska mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi.

Beinar útsendingar í dag:

10:00 UFC bardagakvöld, Sport 4

11:55 Real Mallorca - Sevilla, Sport 3

12:25 Cardiff - Preston North End, Sport

12:30 HM í pílukasti, Sport 2

14:55 Barcelona - Deportivo, Sport

16:50 Inter - Genoa, Sport 3

19:00 HM í pílukasti, Sport 2

19:35 Torino - SPAL, Sport 3

19:55 Real Valladolid - Valencia, Sport

03:00 Opna ástralska - Stöð 2 Golf




Fleiri fréttir

Sjá meira


×