Sport

Í beinni í dag: UFC og toppliðin í Evrópu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Messi í leiknum um helgina.
Messi í leiknum um helgina. vísir/getty

Það er stór dagur fram undan á sportrásum Stöðvar 2, það verða tíu beinar útsendngar frá fjórum íþróttagreinum á dagskrá í dag.

Dagurinn byrjar á UFC bardagakvöldi í Suður-Kóreu þar sem Frankie Edgar mætir Chan Sung Jug, eða hinum kóreska zombie eins og hann er kallaður.

Sevilla er að reyna að hanga í toppliðunum í La Liga deildinni og sækir Real Mallorca heim í hádeginu. Seinna í dag spilar Barcelona við Deportivo og Valencia sækir Real Valladolid heim.

Inter er í harðri baráttu við Juventus um toppsætið í ítölsku úrvalsdeildinni og þarf að fara með sigur þegar Genoa mætir á San Síró.

Í ensku B-deildinni er hörð barátta um umspilssætin þó efstu tvö liðin séu flogin nokkuð fram úr. Preston Nort End mætir Cardiff í dag, PNE er með 37 stig í þriðja sætinu, níu sætum á undan Cardiff í 12. sætinu en aðeins fimm stigum því Cardiff er með 32 stig.

Þá verður HM í pílukasti á sínum stað og úrslitin ráðast á opna ástralska mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi.

Beinar útsendingar í dag:

10:00 UFC bardagakvöld, Sport 4
11:55 Real Mallorca - Sevilla, Sport 3
12:25 Cardiff - Preston North End, Sport
12:30 HM í pílukasti, Sport 2
14:55 Barcelona - Deportivo, Sport
16:50 Inter - Genoa, Sport 3
19:00 HM í pílukasti, Sport 2
19:35 Torino - SPAL, Sport 3
19:55 Real Valladolid - Valencia, Sport
03:00 Opna ástralska - Stöð 2 GolfAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.