Enski boltinn

Solskjær vill fylgja fordæmi Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United. vísir/getty

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, vonar að hann og lærisveinar hans fylgi fordæmi Liverpool og verði betri í að brjóta varnarmúr andstæðinganna niður.

United tapaði 2-0 gegn Watford um helgina og hefur fengið á sig mikla gagnrýni en United-liðið hefur átt í erfiðleikum með að brjóta andstæðinganna niður þegar þeir verjast aftarlega á vellinum.

Norðmaðurinn tekur undir þá gagnrýni.

„Við viljum vera lið sem getur ráðið yfir leikjum og brotið lið niður. Það hefur tekið Liverpool nokkur ár að komast á það stig og við verðum að halda áfram að bæta okkur því þangað viljum við fara,“ sagði Solskjær.

„Við erum góðir í skyndisóknum. Við erum með með hraða og fljóta leikmenn. Við ættum alltaf að halda í það því það er hefðin hjá okkur.“







„Við sköpum nóg af færum en þegar við klúðrum þeim fáum við hraða skyndisókn á okkur. Við þurfum að vera fljótari að loka því og betri í að stöðva skyndisóknir.“

„Þar þarf liðið að vaxa og læra og ég er viss um að við munum sjá bætingu á þessu tímabili og því næsta,“ bætti Norðmaðurinn við.

United mætir Newcastle á morgun og flautað verður til leiks klukkan 17.30.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×