Enski boltinn

„Pogba er besti al­hliða miðju­maður í heimi“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pogba og Solskjær.
Pogba og Solskjær. vísir/getty

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er yfirsig hrifinn af Paul Pogba og hefur ekki misst trú á Frakkanum þrátt fyrir mikla fjarveru á tímabilinu vegna meiðsla.

Pogba lék loksins með United um helgina er hann kom inn á í 2-0 tapi gegn Watford á útivelli en þetta var í fyrsta skipti síðan september sem heimsmeistarinn spilar.

Solskjær var spurður út í það hvort að Pogba myndi spila gegn Newcastle á öðrum degi jóla.

„Sjáum til hvernig hann bregst við og hvernig honum líður. Hann gerði mjög vel þegar hann kom inn gegn Watford,“ sagði Solskjær.







„Hann getur spilað allstaðar á miðjunni. Hann getur verið teiganna á milli. Hann getur spilað sem djúpur miðjumaður, fengið boltann og gefið lengri sendingar. Svo getur hann spilað hærra og tengt saman við aðra eins og hann gerði á sunnudag.“

„Það fer bara eftir leiknum. Það er það fallega við að vera með Paul í liðinu því hann er besti alhliða miðjumaður í heiminum. Hann getur spilað öll hlutverk. Það er frábært að fá hann til baka,“ sagði Norðmaðurinn.

United mætir Newcastle á heimavelli á morgun en leikurinn hefst klukkan 17.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×