100 sekúndna kafli skaut Liver­pool á­­fram | Auð­velt hjá Napoli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Liverpool fagna.
Leikmenn Liverpool fagna. vísir/getty

Evrópumeistarar Liverpool eru komnir í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 2-0 sigur á Red Bull Salzburg á útivelli í kvöld er síðasta umferð E-riðilsins fór fram.

Liverpool dugði jafntefli til að komast áfram upp úr riðlinum en rosalegur kraftur var í heimamönnum í upphafi leiksins. Þeir sóttu án afláts og gestirnir máttu prísa sig sæla að lenda ekki undir.
Liverpool fékk þó einnig sín færi en ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik. Fyrsta markið kom svo á 57. mínútu er Naby Keita skoraði með góðum skalla eftir góða sendingu frá Sadio Mane.

Einungis hundrað sekúndum síðar var staðan orðinn 2-0. Mohamed Salah lék þá á Cican Stankovic í marki heimamanna og skoraði. Ekki urðu mörkin fleiri og lokatölur 2-0.
Napoli kemst einnig upp úr E-riðlinum eftir 4-0 sigur á Genk á heimavelli. Staðan var 3-0 eftir 38 mínútur en Arkadiusz Milik gerði fyrstu þrjú mörkin. Þriðja markið kom úr vítaspyrnu.

Dries Mertens skoraði fjórða og síðasta mark leiksins er hann skoraði stundarfjórðungi fyrir leikslok. Liverpool vinnur riðilinn með þrettán stig, Napoli í öðru með 12, Salzburg í þriðja með sjö og Genk á botninum með eitt.


Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.