Sport

Björgvin segir að það sé stundum erfitt að æfa með Söru

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir á æfingu í Dúbaí.
Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir á æfingu í Dúbaí.

Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir eru miklir og góðir félagar og æfa oft saman. Nú eru þau bæði komin alla leið til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem þau eru að fara að keppa á Dubai CrossFit Championship sem hefst í dag.

Björgvin og Sara eru tvö af andlitum keppninnar enda bæði í hópi besta Crossfit fólks heims. Björgvin Karl endaði í þriðja sæti á heimsleikunum í ágúst og Sara vann bæði „The Open“ annað árið í röð sem og að vinna fyrsta mótið sem gaf sæti á heimsleikunum 2020.

Instagram síða Dubai CrossFit Championship notar Björgvin og Söru til að auglýsa mótið sitt og þau fengu viðtöl við Björgvin Karl og Söru þar sem Björgvin sagði meðal annars frá æfingum sínum og Söru þar sem ekkert er gefið eftir.
„Ég hitti Söru fyrst seint á árinu 2012 þegar við vorum að keppa á CrossFit móti. Við höfum verið mjög góðir vinir síðan. Við höfum oft verið að æfa eftir sama plani og svo er hún auðvitað frá Íslandi eins og ég,“ sagði Björgvin Karl um samband sitt og Söru.

„Það er stundum erfitt að æfa með Söru því hún vera á fullu allan tímann. Ég þarf oft að hafa mig allan við að ná henni því ég vil ekki leyfa henni að vinna mig. Það verður oft að mikilli keppni ef ég segi alveg eins og er. Ég er hrifinn af því,“ sagði Björgvin Karl.

Sara er á fullu í námi með atvinnumennskunni í CrossFit og myndatökumenn Dubai CrossFit Championship hittu á hana eftir langan og erfiðan æfingadag en þá þurfti hún að taka upp skólabækurnar og fara að læra. Sraa segist elska það að vera í Dúbæ.

„Ég er hrifinn af keppnunum sem eru hér því þar eru hefðbundnar CrossFit æfingar í fyrirrúmi. Það er líka mjög gott að gera hlé á vetrinum heima með því að koma hingað í sólina í desember,“ sagði Sara.

„Nú er klukkan orðin sjö að kvöld og ég er svolítið þreytt eftir daginn en núna þarf ég að læra,“ sagði Sara en hún fór með myndatökumennina á uppáhalds kaffihúsið sitt í Dúbaí.

Það má sjá innslagið með Björgvini og Söru hér fyrir neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.