Björgvin segir að það sé stundum erfitt að æfa með Söru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2019 09:00 Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir á æfingu í Dúbaí. Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir eru miklir og góðir félagar og æfa oft saman. Nú eru þau bæði komin alla leið til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem þau eru að fara að keppa á Dubai CrossFit Championship sem hefst í dag. Björgvin og Sara eru tvö af andlitum keppninnar enda bæði í hópi besta Crossfit fólks heims. Björgvin Karl endaði í þriðja sæti á heimsleikunum í ágúst og Sara vann bæði „The Open“ annað árið í röð sem og að vinna fyrsta mótið sem gaf sæti á heimsleikunum 2020. Instagram síða Dubai CrossFit Championship notar Björgvin og Söru til að auglýsa mótið sitt og þau fengu viðtöl við Björgvin Karl og Söru þar sem Björgvin sagði meðal annars frá æfingum sínum og Söru þar sem ekkert er gefið eftir. View this post on Instagram Reigning third fittest man on earth, Björgvin Karl Gudmunsson, joins Sara Sigmundsdottir for some fine tuning and preparation before the DCC. He gives insight into how his training and outlook on the season have changed to accommodate the new format; and explains how competitive things quickly get when he and Sara go head to head on workouts. @bk_gudmundsson @sarasigmunds Vlog: @redmonkey.live #DCC19 #Unscripted #DubaiCrossFitChampionship #CrossFit #Sanctionals @RogueFitness @reebokmena @emirates @jumeirahcreeksidehotel @dubaisc @hyperice @511tactical @picsil_sport @gowod_mobilityfirst @wodproofapp @rephouse @akifitness @dubaicalendar A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) on Dec 10, 2019 at 8:49am PST „Ég hitti Söru fyrst seint á árinu 2012 þegar við vorum að keppa á CrossFit móti. Við höfum verið mjög góðir vinir síðan. Við höfum oft verið að æfa eftir sama plani og svo er hún auðvitað frá Íslandi eins og ég,“ sagði Björgvin Karl um samband sitt og Söru. „Það er stundum erfitt að æfa með Söru því hún vera á fullu allan tímann. Ég þarf oft að hafa mig allan við að ná henni því ég vil ekki leyfa henni að vinna mig. Það verður oft að mikilli keppni ef ég segi alveg eins og er. Ég er hrifinn af því,“ sagði Björgvin Karl. Sara er á fullu í námi með atvinnumennskunni í CrossFit og myndatökumenn Dubai CrossFit Championship hittu á hana eftir langan og erfiðan æfingadag en þá þurfti hún að taka upp skólabækurnar og fara að læra. Sraa segist elska það að vera í Dúbæ. „Ég er hrifinn af keppnunum sem eru hér því þar eru hefðbundnar CrossFit æfingar í fyrirrúmi. Það er líka mjög gott að gera hlé á vetrinum heima með því að koma hingað í sólina í desember,“ sagði Sara. „Nú er klukkan orðin sjö að kvöld og ég er svolítið þreytt eftir daginn en núna þarf ég að læra,“ sagði Sara en hún fór með myndatökumennina á uppáhalds kaffihúsið sitt í Dúbaí. Það má sjá innslagið með Björgvini og Söru hér fyrir neðan. CrossFit Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Segir hitann á HM hættulegan Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir eru miklir og góðir félagar og æfa oft saman. Nú eru þau bæði komin alla leið til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem þau eru að fara að keppa á Dubai CrossFit Championship sem hefst í dag. Björgvin og Sara eru tvö af andlitum keppninnar enda bæði í hópi besta Crossfit fólks heims. Björgvin Karl endaði í þriðja sæti á heimsleikunum í ágúst og Sara vann bæði „The Open“ annað árið í röð sem og að vinna fyrsta mótið sem gaf sæti á heimsleikunum 2020. Instagram síða Dubai CrossFit Championship notar Björgvin og Söru til að auglýsa mótið sitt og þau fengu viðtöl við Björgvin Karl og Söru þar sem Björgvin sagði meðal annars frá æfingum sínum og Söru þar sem ekkert er gefið eftir. View this post on Instagram Reigning third fittest man on earth, Björgvin Karl Gudmunsson, joins Sara Sigmundsdottir for some fine tuning and preparation before the DCC. He gives insight into how his training and outlook on the season have changed to accommodate the new format; and explains how competitive things quickly get when he and Sara go head to head on workouts. @bk_gudmundsson @sarasigmunds Vlog: @redmonkey.live #DCC19 #Unscripted #DubaiCrossFitChampionship #CrossFit #Sanctionals @RogueFitness @reebokmena @emirates @jumeirahcreeksidehotel @dubaisc @hyperice @511tactical @picsil_sport @gowod_mobilityfirst @wodproofapp @rephouse @akifitness @dubaicalendar A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) on Dec 10, 2019 at 8:49am PST „Ég hitti Söru fyrst seint á árinu 2012 þegar við vorum að keppa á CrossFit móti. Við höfum verið mjög góðir vinir síðan. Við höfum oft verið að æfa eftir sama plani og svo er hún auðvitað frá Íslandi eins og ég,“ sagði Björgvin Karl um samband sitt og Söru. „Það er stundum erfitt að æfa með Söru því hún vera á fullu allan tímann. Ég þarf oft að hafa mig allan við að ná henni því ég vil ekki leyfa henni að vinna mig. Það verður oft að mikilli keppni ef ég segi alveg eins og er. Ég er hrifinn af því,“ sagði Björgvin Karl. Sara er á fullu í námi með atvinnumennskunni í CrossFit og myndatökumenn Dubai CrossFit Championship hittu á hana eftir langan og erfiðan æfingadag en þá þurfti hún að taka upp skólabækurnar og fara að læra. Sraa segist elska það að vera í Dúbæ. „Ég er hrifinn af keppnunum sem eru hér því þar eru hefðbundnar CrossFit æfingar í fyrirrúmi. Það er líka mjög gott að gera hlé á vetrinum heima með því að koma hingað í sólina í desember,“ sagði Sara. „Nú er klukkan orðin sjö að kvöld og ég er svolítið þreytt eftir daginn en núna þarf ég að læra,“ sagði Sara en hún fór með myndatökumennina á uppáhalds kaffihúsið sitt í Dúbaí. Það má sjá innslagið með Björgvini og Söru hér fyrir neðan.
CrossFit Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Segir hitann á HM hættulegan Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira