Björgvin segir að það sé stundum erfitt að æfa með Söru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2019 09:00 Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir á æfingu í Dúbaí. Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir eru miklir og góðir félagar og æfa oft saman. Nú eru þau bæði komin alla leið til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem þau eru að fara að keppa á Dubai CrossFit Championship sem hefst í dag. Björgvin og Sara eru tvö af andlitum keppninnar enda bæði í hópi besta Crossfit fólks heims. Björgvin Karl endaði í þriðja sæti á heimsleikunum í ágúst og Sara vann bæði „The Open“ annað árið í röð sem og að vinna fyrsta mótið sem gaf sæti á heimsleikunum 2020. Instagram síða Dubai CrossFit Championship notar Björgvin og Söru til að auglýsa mótið sitt og þau fengu viðtöl við Björgvin Karl og Söru þar sem Björgvin sagði meðal annars frá æfingum sínum og Söru þar sem ekkert er gefið eftir. View this post on Instagram Reigning third fittest man on earth, Björgvin Karl Gudmunsson, joins Sara Sigmundsdottir for some fine tuning and preparation before the DCC. He gives insight into how his training and outlook on the season have changed to accommodate the new format; and explains how competitive things quickly get when he and Sara go head to head on workouts. @bk_gudmundsson @sarasigmunds Vlog: @redmonkey.live #DCC19 #Unscripted #DubaiCrossFitChampionship #CrossFit #Sanctionals @RogueFitness @reebokmena @emirates @jumeirahcreeksidehotel @dubaisc @hyperice @511tactical @picsil_sport @gowod_mobilityfirst @wodproofapp @rephouse @akifitness @dubaicalendar A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) on Dec 10, 2019 at 8:49am PST „Ég hitti Söru fyrst seint á árinu 2012 þegar við vorum að keppa á CrossFit móti. Við höfum verið mjög góðir vinir síðan. Við höfum oft verið að æfa eftir sama plani og svo er hún auðvitað frá Íslandi eins og ég,“ sagði Björgvin Karl um samband sitt og Söru. „Það er stundum erfitt að æfa með Söru því hún vera á fullu allan tímann. Ég þarf oft að hafa mig allan við að ná henni því ég vil ekki leyfa henni að vinna mig. Það verður oft að mikilli keppni ef ég segi alveg eins og er. Ég er hrifinn af því,“ sagði Björgvin Karl. Sara er á fullu í námi með atvinnumennskunni í CrossFit og myndatökumenn Dubai CrossFit Championship hittu á hana eftir langan og erfiðan æfingadag en þá þurfti hún að taka upp skólabækurnar og fara að læra. Sraa segist elska það að vera í Dúbæ. „Ég er hrifinn af keppnunum sem eru hér því þar eru hefðbundnar CrossFit æfingar í fyrirrúmi. Það er líka mjög gott að gera hlé á vetrinum heima með því að koma hingað í sólina í desember,“ sagði Sara. „Nú er klukkan orðin sjö að kvöld og ég er svolítið þreytt eftir daginn en núna þarf ég að læra,“ sagði Sara en hún fór með myndatökumennina á uppáhalds kaffihúsið sitt í Dúbaí. Það má sjá innslagið með Björgvini og Söru hér fyrir neðan. CrossFit Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir eru miklir og góðir félagar og æfa oft saman. Nú eru þau bæði komin alla leið til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem þau eru að fara að keppa á Dubai CrossFit Championship sem hefst í dag. Björgvin og Sara eru tvö af andlitum keppninnar enda bæði í hópi besta Crossfit fólks heims. Björgvin Karl endaði í þriðja sæti á heimsleikunum í ágúst og Sara vann bæði „The Open“ annað árið í röð sem og að vinna fyrsta mótið sem gaf sæti á heimsleikunum 2020. Instagram síða Dubai CrossFit Championship notar Björgvin og Söru til að auglýsa mótið sitt og þau fengu viðtöl við Björgvin Karl og Söru þar sem Björgvin sagði meðal annars frá æfingum sínum og Söru þar sem ekkert er gefið eftir. View this post on Instagram Reigning third fittest man on earth, Björgvin Karl Gudmunsson, joins Sara Sigmundsdottir for some fine tuning and preparation before the DCC. He gives insight into how his training and outlook on the season have changed to accommodate the new format; and explains how competitive things quickly get when he and Sara go head to head on workouts. @bk_gudmundsson @sarasigmunds Vlog: @redmonkey.live #DCC19 #Unscripted #DubaiCrossFitChampionship #CrossFit #Sanctionals @RogueFitness @reebokmena @emirates @jumeirahcreeksidehotel @dubaisc @hyperice @511tactical @picsil_sport @gowod_mobilityfirst @wodproofapp @rephouse @akifitness @dubaicalendar A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) on Dec 10, 2019 at 8:49am PST „Ég hitti Söru fyrst seint á árinu 2012 þegar við vorum að keppa á CrossFit móti. Við höfum verið mjög góðir vinir síðan. Við höfum oft verið að æfa eftir sama plani og svo er hún auðvitað frá Íslandi eins og ég,“ sagði Björgvin Karl um samband sitt og Söru. „Það er stundum erfitt að æfa með Söru því hún vera á fullu allan tímann. Ég þarf oft að hafa mig allan við að ná henni því ég vil ekki leyfa henni að vinna mig. Það verður oft að mikilli keppni ef ég segi alveg eins og er. Ég er hrifinn af því,“ sagði Björgvin Karl. Sara er á fullu í námi með atvinnumennskunni í CrossFit og myndatökumenn Dubai CrossFit Championship hittu á hana eftir langan og erfiðan æfingadag en þá þurfti hún að taka upp skólabækurnar og fara að læra. Sraa segist elska það að vera í Dúbæ. „Ég er hrifinn af keppnunum sem eru hér því þar eru hefðbundnar CrossFit æfingar í fyrirrúmi. Það er líka mjög gott að gera hlé á vetrinum heima með því að koma hingað í sólina í desember,“ sagði Sara. „Nú er klukkan orðin sjö að kvöld og ég er svolítið þreytt eftir daginn en núna þarf ég að læra,“ sagði Sara en hún fór með myndatökumennina á uppáhalds kaffihúsið sitt í Dúbaí. Það má sjá innslagið með Björgvini og Söru hér fyrir neðan.
CrossFit Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira