Enski boltinn

Stóri Dun­can stýrir Gylfa og fé­lögum gegn United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Duncan glaður í bragði um síðustu helgi.
Duncan glaður í bragði um síðustu helgi. vísir/getty

Duncan Ferguson verður á hliðarlínunni og stýrir Everton um helgina er liðið mætir Manchester United á útivelli.Duncan stýrði Everton um liðna helgi eftir að Everton ákvað að reka Marco Silva úr starfi en Duncan hafði verið í þjálfarateymi Everton áður.Hann byrjaði heldur betur vel í starfi því Everton vann 3-1 sigur á Chelsea og lyfti sér upp úr fallsæti en búist var við að Everton myndi ráða inn nýjan stjóra fyrir helgina.

Svo verður ekki. Vitor Pereira var orðaður við starfið en hann tekur ekki við liðinu og eftir að Carlo Ancelotti var rekinn frá Napoli í gær hefur hann verið orðaður við starfið.Leikur Man. United og Everton fer fram í hádeginu á laugardaginn.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.