Bíó og sjónvarp

Heba Þórisdóttir líka á lista fyrir Óskarinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
María Birta kom fram í kvikmyndinni í litlu aukahlutverki en hún er hér til vinstri og Heba Þórisdóttir til hægri. Þarna voru þær saman á setti í Playboy-setrinu í Los Angeles.
María Birta kom fram í kvikmyndinni í litlu aukahlutverki en hún er hér til vinstri og Heba Þórisdóttir til hægri. Þarna voru þær saman á setti í Playboy-setrinu í Los Angeles. IMDb

Heba Þórisdóttir er á lista yfir þá sem gætu unnið Óskarinn í byrjun næsta árs en hún fór fyrir förðunarteyminu í kvikmynd Quentin Tarantino, Once Upon a Time… in Hollywood. Þetta kom fram hjá Óskarsakademíunni í gær.

Þar kom einnig fram að Hildur Guðnadóttir kæmi til greina fyrir tilnefningu til Óskars fyrir tónlist sína í Jókernum.

Heba var yfirmaður förðunardeildarinnar í kvikmyndinni og mun væntanlega taka við gylltu styttunni eftirsóttu ef kvikmyndin vinnur verðlaunin. Hún er búin að vera að raða inn fleiri tilnefningum fyrir myndina, meðal annars til Critics Choice-verðlaunanna.

Heba lék líka hlutverk í myndinni, förðunarkonuna Sonju, og lék á móti Leonardo DiCaprio í einni senu.

Eftirfarandi tíu kvikmyndir koma til greina fyrir tilnefningar til Óskars. 13. janúar kemur í ljós hvaða fimm myndir hljóta tilnefningu en þá verða allar tilnefningar til Óskarsins kynntar með viðhöfn.

Bombshell

Dolemite Is My Name

Downton Abbey

Joker

Judy

Little Women

Maleficent: Mistress of Evil

1917

Once Upon a Time… in Hollywood

Rocketman

Heba var á dögunum í viðtali hjá Jóhanni og Lóu í þættinum Tala saman á Útvarpi 101. Þar kom meðal annars fram að hún hefur unnið með Tarantino frá árinu 2001.


Tengdar fréttir

Segi aldrei nei við Scarlett eða Quentin Tarantino

"Ég get staðfest að ég er að vinna við þessa mynd en meira get ég ekki sagt við þig. Það er mikil öryggisgæsla í kringum þessa mynd og það má ekkert leka út,“ segir Heba Þórisdóttir, förðunarmeistari í Hollywood.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×