Listamaðurinn sagði „að við værum öll apar“ en Sería A hefur nú beðist afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2019 09:30 Myndirnar umdeildu. Skjámynd/Twitter Gærdagurinn var ekkert sérstaklega góður dagur fyrir forráðamenn ítölsku fótboltadeildarinnar en Sería A hefur nú beðist afsökunar á stórfurðulegum veggspjöldum sínum sem áttu að hjálpa í baráttunni gegn kynþáttafordómum. Serie A has apologised over the imagery used in an anti-racism campaign https://t.co/ORGCtGGceIpic.twitter.com/3AtD5kPLTs— BBC Sport (@BBCSport) December 17, 2019 Luigi De Siervo, framkvæmdastjóri Seríu A, sendi frá sér yfirlýsingu fyrir hönd deildarinnar. „Ég hef áttað mig núna á því að þetta var ekki við hæfi,“ skrifaði Luigi De Siervo. Veggspjöldin þrjú sem voru hönnuð fyrir Seríu A sýna öll apa málaða í framan og á þeim stendur líka slagorðið „Nei við rasisma“ sem er líklega það eina góða við þessi veggspjöld. Listamaðurinn Simone Fugazzotto gerði öll veggspjöldin og hann var tilbúinn að verja þau með því að segja að „við værum öll apar“ en þau orð hans komu ekki í veg fyrir hneykslun fólks. Það fylgir þó sögunni að Simone Fugazzotto málar apa á nær öllum sínum myndum. Serie A's chief executive has apologised for the monkey artwork used for its anti-racism campaign.— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 17, 2019 Baráttusamtök gegn misrétti og kynþáttafordómum kölluðu þetta „sjúkan brandara“ og voru forystumenn þeirra hreinlega orðlausir eftir að hafa séð þessar sorglegu myndir. Það er samt ekki staðfest hvað verður um þessi veggspjöld eða hvort þau fái að hanga uppi í höfuðstöðvum Seríu A í Mílanó eins og áætlað var. „Það sem er ekki hægt að efast um er að Sería A fordæmir allar útgáfur af misrétti og rasisma og við erum staðráðin í að útrýma öllu slíku úr okkar ástkæru deild. Sería A er að vinna að sinni eigin opinberri herferð gegn kynþáttafordómum og hún tengist ekkert verkum Simone Fugazzotto,“ skrifaði De Siervo og tilkynnti jafnframt að von væri á þeirri herferð í febrúar. Það óhætt að segja að pressan á því verkefni hafi aukist mikið eftir atburði síðustu daga. Þetta skrýtna mál bætist ofan á vandræði ítalska fótboltans þegar kemur að kynþáttaformdómum og kynþáttaníði en slíkt hefur ekki aðeins mátt sjá í stúkunni á leikjum heldur einnig á forsíðum blaða. Mario Balotelli og Romelu Lukaku eru tveir af fórnarlömbunum en leikmenn af afrískum uppruna hafa mátt þola kynþáttaníð í langan tíma á Ítalíu. Það er öllum ljóst að Ítalir glíma við stórt og mikið vandamál og því er svona veggjaspjaldagerð ótrúlega klaufalegt og misheppnað innlegg í slíka baráttu. Ítalski boltinn Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Gærdagurinn var ekkert sérstaklega góður dagur fyrir forráðamenn ítölsku fótboltadeildarinnar en Sería A hefur nú beðist afsökunar á stórfurðulegum veggspjöldum sínum sem áttu að hjálpa í baráttunni gegn kynþáttafordómum. Serie A has apologised over the imagery used in an anti-racism campaign https://t.co/ORGCtGGceIpic.twitter.com/3AtD5kPLTs— BBC Sport (@BBCSport) December 17, 2019 Luigi De Siervo, framkvæmdastjóri Seríu A, sendi frá sér yfirlýsingu fyrir hönd deildarinnar. „Ég hef áttað mig núna á því að þetta var ekki við hæfi,“ skrifaði Luigi De Siervo. Veggspjöldin þrjú sem voru hönnuð fyrir Seríu A sýna öll apa málaða í framan og á þeim stendur líka slagorðið „Nei við rasisma“ sem er líklega það eina góða við þessi veggspjöld. Listamaðurinn Simone Fugazzotto gerði öll veggspjöldin og hann var tilbúinn að verja þau með því að segja að „við værum öll apar“ en þau orð hans komu ekki í veg fyrir hneykslun fólks. Það fylgir þó sögunni að Simone Fugazzotto málar apa á nær öllum sínum myndum. Serie A's chief executive has apologised for the monkey artwork used for its anti-racism campaign.— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 17, 2019 Baráttusamtök gegn misrétti og kynþáttafordómum kölluðu þetta „sjúkan brandara“ og voru forystumenn þeirra hreinlega orðlausir eftir að hafa séð þessar sorglegu myndir. Það er samt ekki staðfest hvað verður um þessi veggspjöld eða hvort þau fái að hanga uppi í höfuðstöðvum Seríu A í Mílanó eins og áætlað var. „Það sem er ekki hægt að efast um er að Sería A fordæmir allar útgáfur af misrétti og rasisma og við erum staðráðin í að útrýma öllu slíku úr okkar ástkæru deild. Sería A er að vinna að sinni eigin opinberri herferð gegn kynþáttafordómum og hún tengist ekkert verkum Simone Fugazzotto,“ skrifaði De Siervo og tilkynnti jafnframt að von væri á þeirri herferð í febrúar. Það óhætt að segja að pressan á því verkefni hafi aukist mikið eftir atburði síðustu daga. Þetta skrýtna mál bætist ofan á vandræði ítalska fótboltans þegar kemur að kynþáttaformdómum og kynþáttaníði en slíkt hefur ekki aðeins mátt sjá í stúkunni á leikjum heldur einnig á forsíðum blaða. Mario Balotelli og Romelu Lukaku eru tveir af fórnarlömbunum en leikmenn af afrískum uppruna hafa mátt þola kynþáttaníð í langan tíma á Ítalíu. Það er öllum ljóst að Ítalir glíma við stórt og mikið vandamál og því er svona veggjaspjaldagerð ótrúlega klaufalegt og misheppnað innlegg í slíka baráttu.
Ítalski boltinn Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira