Sport

Federer á svissneskri mynt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Federer er að marga mati einn mesti íþróttamaður allra tíma.
Federer er að marga mati einn mesti íþróttamaður allra tíma. vísir/getty
Svisslendingar hafa ákveðið að heiðra Roger Federer með því að hafa hann á 20 franka silfurpening þjóðarinnar. Hann verður tekinn í notkun í janúar.Federer er fyrsti Svisslendingurinn sem heiðraður á þennan hátt meðan hann er á lífi.Samkvæmt upplýsingum frá Swissmint verða 55.000 silfurpeningar með mynd af Federer framleiddir. Hægt verður að panta þá frá og með 19. desember.Á næsta ári fer svo 50 franka gullpeningur með mynd af Federer í umferð.Federer, sem er 38 ára, hefur unnið 20 risamót á ferlinum, fleiri en nokkur annar.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.