Fótbolti

Zi­da­ne þráir Pogba en þarf að sann­færa stjórnina sem er efins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zidane vill Pogba.
Zidane vill Pogba. vísir/samsett/getty
Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, sér Paul Pogba sem púslið sem vantar í lið Real Madrid og er tilbúinn að leggja allt sitt í að fá Frakkann til félagsins.

Það hefur ekki verið neitt leyndarmál hjá Zidane að hann vill krækja í samlanda sinn en þeir hittust í Dúbaí í október og samkvæmt heimildum Marca tala þeir reglulega saman.

Real mistókst að krækja í Pogba í sumar en hann hefur verið frá nánast allt tímabilið í enska boltanum vegna meiðsla á fæti og ökkla.







Marca hefur það eftir heimildum sínum að Zidane þurfi að sannfæra stjórn Real að ná í Pogba því það mun kosta skildinginn og því fylgir ákveðin hætta.

Stjórnarmenn Real eru hræddir við kostnaðinn sem og meiðslasögu Pogba undanfarna mánuði. Þeir vilja heldur ekki að Pogba taki spiltíma af hinum ungu Fede Valverde og Martin Ødegaard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×