Sport

Í beinni í dag: Valdís Þóra keppir í Keníu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valdís Þóra freistar þess að halda keppnisrétti sínum á Evrópumótaröðinni.
Valdís Þóra freistar þess að halda keppnisrétti sínum á Evrópumótaröðinni. vísir/getty

Valdís Þóra Jónsdóttir verður í eldlínunni á Magical Kenya Ladies Open sem verður sýnt á Stöð 2 Sport 4 í dag. Bein útsending hefst klukkan 11:30. Auk þess verður sýnt frá tveimur öðrum golfmótum á Stöð 2 Golf.

Mótið sem Valdís keppir á í Keníu er lokamót tímabilsins á Evrópumótaröðinni. Þetta er sextánda mót hennar á tímabilinu.

Valdís, sem fagnaði þrítugsafmæli sínu í gær, er í 71. sæti á stigalista Evrópumótaraðarinnar. Sjötíu efstu kylfingarnir tryggja sér áframhaldandi þátttökurétt á mótaröðinni.

Klukkan 08:30 hefst bein útsending frá AfrAsia Bank Mauritius Open á Stöð 2 Golf. Þetta er annað mót tímabilsins á Evrópumótaröðinni.

Bein útsending frá öðrum hring Hero World Challenge hefst svo klukkan 18:00 á Stöð 2 Golf. Hero World Challenge er mót sem Tiger Woods hefur haldið í desember hvert ár síðan 2000. Átján af fremstu kylfingum heims taka þátt.

Gary Woodland og Patrick Reed eru efstir og jafnir á sex höggum undir pari eftir fyrsta hring. Woods er í 11. sæti á pari.

Allar upplýsingar um beinar útsendingar og dagskrá sportrása Stöðvar 2 má sjá hér.

Beinar útsendingar í dag:
08:30 AfrAsia Bank Mauritius Open, Stöð 2 Golf
11:30 Magical Kenya Ladies Open, Stöð 2 Sport 4
18:00 Hero World Challenge, Stöð 2 GolfAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.