Grænir Madrídingar á heima­velli skutust á toppinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Benzema fagnar sínu marki.
Benzema fagnar sínu marki. vísir/getty
Real Madrid vann 2-0 sigur á Espanyol á heimavelli í spænska boltanum í dag en heimamenn voru í grænum búningum í dag til að leggja áherslu á loftslagsbaráttuna.Varnarmaðurinn Raphael Varane kom Real yfir á 37. mínútu og heimamenn voru einu marki yfir er liðin gengu til búningsherbergja.Annað og síðara mark leiksins kom ellefu mínútum fyrir leikslok er Karim Benzema skoraði eftir laglegan sprett.Eitt rautt spjald fór þó á loft á 83. mínútu er Ferland Mendy fékk rautt spjald. Hann fékk þá sitt annað gula spjald en lokatölur 2-0.Real er með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar en Barcelona leikur við Mallorca síðar í dag.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.