Sport

Vann gull á ATP í síðustu viku en var mættur í Tennishöllina í gær

Anton Ingi Leifsson skrifar
Grikkinn ásamt tennishópnum.
Grikkinn ásamt tennishópnum. mynd/tennishöllin

Gríski tenniskappinn, Stefanos Tsitsipas, er hér á landi um þessar mundir og hann leit við í Tennishöllinni í Kópavogi í gær.

Tsitsipas er sem stendur í 6. sæti heimslistans sem gefinn var út í ágústmánuði en hann gerði sér lítið fyrir og vann ATP mótið í síðustu viku.

ATP er samband atvinnumanna í tennis og blæs sambandið til mótaraðar þar sem þeir átta bestu hverju sinni keppa um gullið.

Þar vann Tsitsipas til gullverðlauna áður en hann hélt til Íslands. Á leið sinni í úrslitaleikinn hafði hann betur gegn Roger Federer.Tsitsipas hefur hæst komist í 5. sæti heimslistans en fyrr á þessu ári komst hann meðal annars í undanúrslit á opna ástralska meistaramótinu.

Tennishöllin greindi frá heimsókn Tsitsipas á Facebook-síðu sinni í gær.

„Við vorum svo heppinn að fá góða heimsókn í dag. Stefanos Tsitsipas nr. 6 í heiminum í karlatennis, sem bara í síðustu viku vann ATP Tour Finals, (Meistaramót 8 bestu tennisspilara í heiminum) kíkti við hjá okkur og heilsaði upp á krakkana sem voru að æfa tennis í dag. Virkilega skemmtilega heimsókn hjá Stefano og gaman að hann skyldi heimsækja okkur að eigin frumkvæði svona óvænt,“ sagði á síðunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.