Sport

Í beinni í dag: Ellefu beinar út­sendingar frá fjórum mis­munandi í­þrótta­greinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Róbert Aron og félagar mæta Stjörnunni í beinni í dag.
Róbert Aron og félagar mæta Stjörnunni í beinni í dag. vísir/bára

Það verður heldur betur nóg um að vera á Sportrásunum í dag og kvöld en hægt er að finna golf, NFL, fótbolta og handbolta á rásunum í dag.

Golfmótunum þremur; DP World Tour, RSM Classic og CME Group Tour lýkur í dag en þeim hefur verið gerð góð skil á Stöð 2 Golf um helgina.

Útsending frá DP World Tour hefst strax klukkan 06.30 en svo klukkan 18.00 verður kveikt á útsendingunni frá RSM Classic og CME Group Tour meistaramótinu.

Tveir leikir verða í beinni úr spænska boltanum sem og þeim ítalska en Stjarnan og Valur mætast svo í Olís-deild karla í kvöld. Stjarnan verið í vandræðum en Valsmenn verið á uppleið svo spennandi viðureign.

Klukkan 21.20 er það svo leikur New England Patriots gegn Dallas Cowboys en New England hefur unnið níu af fyrstu tíu leikjum sínum á meðan Dallas hefur unnið sex af fyrstu tíu.

Dagskrá dagsins sem og komandi viku má finna á heimasíðu Stöðvar 2.

Beinar útsendingar dagsins:
06.30 DP World Tour Championship (Stöð 2 Golf)
10.55 Espanyol - Getafe (Stöð 2 Sport)
13.55 Roma - Brescia (Stöð 2 Sport)
16.55 Sampdoria - Udinese (Stöð 2 Sport)
17.55 New Orleans Saints - Carolina Panthers (Stöð 2 Sport 2)
18.00 CME Group Tour Championship (Stöð 2 Golf)
18.00 The RSM Classic (Stöð 2 Sport 4)
19.20 Stjarnan - Valur (Stöð 2 Sport)
19.55 Real Valladolid - Sevilla (Stöð 2 Sport 3)
21.20 New England Patriots - Dallas Cowboys (Stöð 2 Sport 2)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.