Sport

Í beinni í dag: Ellefu beinar út­sendingar frá fjórum mis­munandi í­þrótta­greinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Róbert Aron og félagar mæta Stjörnunni í beinni í dag.
Róbert Aron og félagar mæta Stjörnunni í beinni í dag. vísir/bára
Það verður heldur betur nóg um að vera á Sportrásunum í dag og kvöld en hægt er að finna golf, NFL, fótbolta og handbolta á rásunum í dag.Golfmótunum þremur; DP World Tour, RSM Classic og CME Group Tour lýkur í dag en þeim hefur verið gerð góð skil á Stöð 2 Golf um helgina.Útsending frá DP World Tour hefst strax klukkan 06.30 en svo klukkan 18.00 verður kveikt á útsendingunni frá RSM Classic og CME Group Tour meistaramótinu.Tveir leikir verða í beinni úr spænska boltanum sem og þeim ítalska en Stjarnan og Valur mætast svo í Olís-deild karla í kvöld. Stjarnan verið í vandræðum en Valsmenn verið á uppleið svo spennandi viðureign.Klukkan 21.20 er það svo leikur New England Patriots gegn Dallas Cowboys en New England hefur unnið níu af fyrstu tíu leikjum sínum á meðan Dallas hefur unnið sex af fyrstu tíu.Dagskrá dagsins sem og komandi viku má finna á heimasíðu Stöðvar 2.Beinar útsendingar dagsins:

06.30 DP World Tour Championship (Stöð 2 Golf)

10.55 Espanyol - Getafe (Stöð 2 Sport)

13.55 Roma - Brescia (Stöð 2 Sport)

16.55 Sampdoria - Udinese (Stöð 2 Sport)

17.55 New Orleans Saints - Carolina Panthers (Stöð 2 Sport 2)

18.00 CME Group Tour Championship (Stöð 2 Golf)

18.00 The RSM Classic (Stöð 2 Sport 4)

19.20 Stjarnan - Valur (Stöð 2 Sport)

19.55 Real Valladolid - Sevilla (Stöð 2 Sport 3)

21.20 New England Patriots - Dallas Cowboys (Stöð 2 Sport 2)
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.