Erlent

Tölvu­á­rás gerð á breska Verka­manna­flokkinn

Atli Ísleifsson skrifar
Jeremy Corbyn er formaður breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn er formaður breska Verkamannaflokksins. Getty

Háþróuð og umfangsmikil tölvuárás hefur verið gerð á tölvukerfi og samfélagsmiðla breska Verkamannaflokksins.

Talskona flokksins segir í samtali við Sky News að árásin hafi „mistekist“ vegna „öflugra öryggiskerfa“ á vegum flokksins og segist hún sannfærð um að árásaraðilar hafi ekki komist yfir nein gögn.

Haft er eftir talskonunni að öryggisráðstafanirnar hafi vissulega hægt á starfseminni en að hún sé nú komin á fullt á ný.

Verkamannaflokkurinn stendur nú í kosningabaráttu en þingkosningar fara fram í Bretlandi þann 12. desember næstkomandi.

Sérstæðingur Sky segir að um DDOS-árás hafi verið að ræða þar sem mikilli umferð er dembt á síðurnar þar til að þær hrynja.

Árásin hefur verið tilkynnt til Netöryggismiðstöðvar Bretlands.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.