Sport

Í beinni í dag: England án Sterling á heimavelli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sterling og Kane fagna marki í síðasta leik Englands.
Sterling og Kane fagna marki í síðasta leik Englands. vísir/getty
England er í eldlínunni líkt og við Íslendingar í undankeppni EM 2020 í dag en þeir mæta Svartfjallalandi á heimavelli í kvöld.England er á toppi riðilsins með fimmtán stig og tryggja sér sæti á EM 2020 með sigri á Svartfellingum í kvöld. Þeir eru með þrjú stig í fyrstu sjö leikjunum.Það hefur mikið gengið á í herbúðum enska landsliðsins en á mánudaginn lenti þeim Raheem Sterling og Joe Gomez saman. Gareth Southgate ákvað að spila ekki Sterling í leik kvöldsins vegna atviksins.Strax að leik loknum verður sýnt öll mörkin úr leikjunum sem fara fram í undankeppninni í dag en alls fara fram sjö leikir í undankeppninni í dag.Þeir sem missa af leik Tyrklands og Íslands eða vilja sjá hann aftur verður hann sýndur á Sportinu fimm mínútur yfir ellefu.Mayakoba Golf meistaramótið hefst svo í Mexíkó þar sem margir ansi öflugir kylfingar verða í eldlínunni. Þar á meðal Luke Donald og Zach Johnson.Útsendingar dagsins sem og næstu daga og yfir helgina má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.Útsendingar dagsins:

18.00 Mayakoba Golf Classic (Stöð 2 Golf)

19.35 England - Svartfjallaland (Stöð 2 Sport)

21.45 Undankeppni EM - mörkin (Stöð 2 Sport)

23.05 Tyrkland - Ísland (Stöð 2 Sport)

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.