Sport

Í beinni í dag: England án Sterling á heimavelli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sterling og Kane fagna marki í síðasta leik Englands.
Sterling og Kane fagna marki í síðasta leik Englands. vísir/getty

England er í eldlínunni líkt og við Íslendingar í undankeppni EM 2020 í dag en þeir mæta Svartfjallalandi á heimavelli í kvöld.

England er á toppi riðilsins með fimmtán stig og tryggja sér sæti á EM 2020 með sigri á Svartfellingum í kvöld. Þeir eru með þrjú stig í fyrstu sjö leikjunum.

Það hefur mikið gengið á í herbúðum enska landsliðsins en á mánudaginn lenti þeim Raheem Sterling og Joe Gomez saman. Gareth Southgate ákvað að spila ekki Sterling í leik kvöldsins vegna atviksins.

Strax að leik loknum verður sýnt öll mörkin úr leikjunum sem fara fram í undankeppninni í dag en alls fara fram sjö leikir í undankeppninni í dag.

Þeir sem missa af leik Tyrklands og Íslands eða vilja sjá hann aftur verður hann sýndur á Sportinu fimm mínútur yfir ellefu.

Mayakoba Golf meistaramótið hefst svo í Mexíkó þar sem margir ansi öflugir kylfingar verða í eldlínunni. Þar á meðal Luke Donald og Zach Johnson.

Útsendingar dagsins sem og næstu daga og yfir helgina má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.

Útsendingar dagsins:
18.00 Mayakoba Golf Classic (Stöð 2 Golf)
19.35 England - Svartfjallaland (Stöð 2 Sport)
21.45 Undankeppni EM - mörkin (Stöð 2 Sport)
23.05 Tyrkland - Ísland (Stöð 2 Sport)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.