Fótbolti

Zlatan yfir­gefur Galaxy: „Nú getið þið farið aftur að horfa á hafna­bolta“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zlatan í leik með Galaxy.
Zlatan í leik með Galaxy. vísir/getty

Zlatan Ibrahimovic verður ekki áfram í herbúðum LA Galaxy en þetta tilkynnti hann á Twitter síðu sinni nú undir kvöld.

Samningur Svíans við bandaríska liðið var runninn út en hann hefur nú legið undir feldi í nokkurn tíma um hvort að hann verði áfram í Bandaríkjunum eður ei.

Nú hefur hann ákveðið að halda áfram með feril sinn og skrifa hann á Twitter-síðu sína að nú haldi sagan áfram.

Óvíst er hvar hinn 38 ára gamli Svíi spilar næst en hann hefur verið orðaður við bæði Ítalíu og England. Hann er þó ekki á leiðinni til Manchester United.

Zlatan gat ekki tilkynnt ákvörðun sína nema senda smá pillu en hann skrifaði að Bandaríkjamenn gætu nú „farið að horfa aftur á hafnabolta.“

Zlatan gekk í raðir LA Galaxy árið 2018 og skoraði 62 mörk í 116 leikjum fyrir félagið.
MLS


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.