Sport

Í beinni í dag: Áhugaverður leikur í Kaplakrika og úrslitastund í Dublin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ásbjörn Friðriksson, markahæsti leikmaður FH á tímabilinu.
Ásbjörn Friðriksson, markahæsti leikmaður FH á tímabilinu. vísir/vilhelm

Tveir leikir verða sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag.

Klukkan 19:15 hefst útsending frá leik FH og Stjörnunnar í Olís-deild karla. Þetta er lokaleikur 10. umferðar. FH-ingar eru í 6. sæti deildarinnar en Stjörnumenn í því tíunda. Stjarnan hefur aðeins unnið einn leik í vetur og einungis fengið eitt stig á útivelli.

Eftir leikinn er svo komið að Seinni bylgjunni þar sem farið verður yfir 10. umferð Olís-deildar karla og 9. umferð Olís-deildar kvenna.

Klukkan 19:35 hefst útsending frá leik Írlands og Danmerkur í D-riðli í undankeppni EM 2020. Dönum dugir jafntefli til að komast á EM en Írar þurfa að vinna.

Öll mörk dagsins úr undankeppni EM verða svo sýnd eftir leikinn í Dublin.

Allar upplýsingar um beinar útsendingar og dagskrá sportrásanna má sjá hér.

Beinar útsendingar í dag:
19:15 FH - Stjarnan, Sport
19:35 Írland-Danmörk, Sport 2
21:20 Seinni bylgjan, Sport
21:45 Undankeppni EM - mörkin, Sport 2Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.