Erlent

Biður bræður um að gefa sig fram vegna vöru­bílsins í Essex

Atli Ísleifsson skrifar
Bræðurnir Ronan og Christopher Hughes.
Bræðurnir Ronan og Christopher Hughes. Lögregla í Essex
Lögregla í Bretlandi hefur lýst eftir tveimur norður-írskum bræðrum í tengslum við rannsókn á dauða 39 manna sem fundust látin í vörubíl í bænum Grays í Essex, austur af Lundúnum, í síðasta mánuði.Hefur lögregla beint því til bræðranna, Ronan Hughes, 40 ára, og Christopher Hughes, 34 ára, að gefa sig fram.Í yfirlýsingu frá lögreglu segir að þegar hafi verið rætt við eldri bróðurinn í síma í tengslum við málið. Bræðurnir eru grunaðir um manndráp og mansal.Bræðurnir Hughes eru frá Armagh í Norður-Írland, en hafa einnig tengsl við Írland, að því er fram kemur í frétt Sky News.Talsmaður lögreglu segir að nauðsynlegt sé að ræða við bræðurna í tengslum við rannsóknina. Lík 39 fundust í gámi vöruflutningabíls á iðnaðarsvæði í bænum Grays. Voru lík 31 karlmanns og átta kvenna í gámnum.Upphaflega var talið að fólkið væri frá Kína, en nú talið er að einhver hluti fólksins hafi verið frá Víetnam.Bílstjóri vörubílsins, Maurice Robinson, hefur þegar verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur

Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð.

Vöru­bíl­stjórinn í gæslu­varð­hald

Dómstóll í Bretlandi úrskurðaði í morgun Maurice Robinson í gæsluvarðhald í tengslum við mál þar sem 39 lík fundust í gámi bíls hans í bænum Grays í síðustu viku.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.