Fótbolti

Höfuðpaurinn settur í ellefu ára bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Balotelli varð mjög reiður og ætlaði að strunsa af velli. Menn náðu hins vegar að tala hann til.
Mario Balotelli varð mjög reiður og ætlaði að strunsa af velli. Menn náðu hins vegar að tala hann til. Getty/Alessandro Sabattini
Stuðningsmenn ítalska knattspyrnufélagsins Hellas Verona urðu uppvísir að kynþáttaníði um helgina sem beindist að Mario Balotelli, leikmanni Brescia.Mario Balotelli sparkaði boltanum upp í stúku og hótaði því að ganga af velli eftir að hafa orðið fyrir kynþáttaníðinu.Hann átti eftir að skora í leiknum en Hellas Verona vann hann á endanum 2-1.  Hellas Verona verður refsað fyrir þetta því félagið þarf að loka hluta af leikvangi sínum í næsta heimaleik sínum. Aganefnd ítalska knattspyrnusambandsins úrskurðaði að Poltrone Est stúkan yrði ekki opin á næsta leik liðsins.Ítalska félagið hafði sjálft gripið til sinna aðgerða því höfuðpaurinn í öfgastuðningsmannasveit félagsins hefur verið dæmdur í ellefu ára bann.Sá heitir Luca Castellini og hafði látið það út úr sér að Mario Balotelli gæti aldrei orðið fullgildur Ítali.Verona gaf það út að ummæli Castellini væru alvarleg mótstaða við siðareglur og gildi félagsins.Mario Balotelli sagði að ummæli Castellini ættu ekkert skylt við fótbolta.Mario Balotelli hefur spilað 36 landsleiki fyrir Ítalíu og hjálpaði landsliðinu að komast ío undanúrslitin á EM 2012. Hér fyrir neðan má sjá viðtali við þennan umrædda og umdeilda Luca Castellini.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.