Sport

Í beinni í dag: Ellefu beinar út­sendingar frá fimm mis­munandi í­þrótta­greinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brot af því besta.
Brot af því besta. vísir/getty/bára/daníel/samsett

Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á sportrásum Stöðvar 2 en alls eru ellefu beinar útsendingar á sportrásunum í dag.

Dagurinn hefst með Turkish Airlines Open en það er ekki eina golfmótið sem er í beinni í dag því klukkan 02.30 hefst útsending frá TOTO Japan meistaramótinu.

Nottingham Forest og Derby mætast í ensku B-deildinni í hádeginu. Tvö ástríðulið en Forrest er í 5. sætinu á meðan Derby hefur verið í vandræðum. Þeir sitja í 15. sætinu.

KR og Haukar mætast í Dominos-deild kvenna en liðin eru í 2. og 3. sætinu. Bæði liðin reyna að elta Val sem er með fullt hús stiga eftir umferðirnar sex sem búnar eru.

Tveir leikir úr ítalska boltanum og tveir leikir úr spænska boltanum verða í beinni í dag en bæði Barcelona og Real Madrid verða í eldlínunni sem og Inter Milan.

UFC er á sínum stað en það verður flott bardagakvöld sem fer af stað klukkan 19.00.

Við verðum einnig í beinni úr TM-höllinni þar sem verður tvíhöfði. Stjarnan og Haukar mætast í Olís-deild kvenna en Stjarnan er í 3. sætinu á meðan Haukar eru í 6. sætinu.

Klukkan 20.05 hefst útsending frá karlaleiknum en þar mætast Stjarnan og Fram. Garðabæjarliðið hefur verið í miklum vandræðum. Liðið með fjögur stig í 11. sætinu en Fram í 9. sætinu með sex stig.

Allar beinar útsendingar dagsins sem og útsendingar næstu daga má sjá hér.

Beinar útsendingar í dag:
08.00 Turkish Airlines Open (Stöð 2 Golf)
12.25 Nottingham Forest - Derby (Stöð 2 Sport)
16.50 KR - Haukar (Stöð 2 Sport 4)
16.55 Inter - Hellas Verona (Stöð 2 Sport 3)
17.25 Eibar - Real Madrid (Stöð 2 Sport)
17.50 Stjarnan - Haukar (Stöð 2 Sport 2)
19.00 UFC Fight Night: Zabit vs Kattar (Stöð 2 Sport 3)
19.40 Napoli - Genoa (Stöð 2 Sport 4)
19.55 Barcelona - Celta Vigo (Stöð 2 Sport)
20.05 Stjarnan - Fram (Stöð 2 Sport 2)
02.30 TOTO Japan meistaramótið (Stöð 2 Golf)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.