Erlent

Þrír létust í bruna í stórmarkaði í Chile

Sylvía Hall skrifar
Frá mótmælunum. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fimmtán daga í höfuðborginni Santiago.
Frá mótmælunum. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fimmtán daga í höfuðborginni Santiago. Vísir/AP
Mótmælin í Chile standa enn yfir og létust þrír í nótt eftir að eldur kviknaði í stórmarkaði í höfuðborginni Santiago. Neyðarástandi var lýst yfir í gær en mótmælin hófust af alvöru í fyrradag þegar friðsamlegar aðgerðir mótmælanda færðust út í íkveikjur í lestarmiðasölum og strætisvagni.

Stærstur hluti mótmælenda er ungt fólk og brutust mótmælin út eftir að fargjöld í lestir og strætisvagna hækkuðu verulega. Sebastián Piñera, forseti Chile, hefur dregið hækkunina til baka en það var ekki nóg til þess að lægja mótmælaöldurnar.

Sjá einnig: Reyna að koma á frið í Santiago



Í kjölfar neyðarástandsyfirlýsingar var sett á útgöngubann yfir nóttina frá klukkan 22 til klukkan sjö að morgni til og hermenn sendir út til þess að vakta götur borgarinnar. Yfir þrjú hundruð hafa verið handteknir, 156 lögreglumenn slasast sem og ellefu óbreyttir borgarar að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins.

Neyðarástandið mun vera í gildi í fimmtán daga og mun herinn aðstoða lögreglumenn á meðan því stendur. Mun það verða til þess að ferðafrelsi fólks takmarkast verulega sem og fundafrelsi þeirra.

Þá hefur menningarviðburðum í borginni verið aflýst og íþróttaviðureignum slegið á frest á meðan ástandið varir. Neðanjarðarlestakerfi borgarinnar verður lokað fram á mánudag eftir eignaspjöll mótmælanda á 41 lestarstöð og hefur búðum verið lokað eftir að harka færðist í mótmælin


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×