Fótbolti

Vigdís Edda í Breiðablik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Vigdís Edda við undirskriftina
Vigdís Edda við undirskriftina Ljósmynd/Breiðablik
Þetta kom fram í tilkynningu frá Breiðablik fyrr í dag en Vigdís Edda skrifaði undir tveggja ára samning.

„Við bjóðum Vigdísi Eddu velkomna til Breiðabliks og hlökkum til að sjá hana á vellinum," segir í tilkynningu Blika.

Vigdís Edda er aðeins tvítug að aldri, fædd árið 1999, og hefur leikið sem miðjumaður undanfarin ár. Hún er uppalin á Sauðárkróki og hefur alls leikið 79 leiki fyrir meistaraflokk Tindastóls. Þá hefur hún skorað 25 mörk.

Hún fór mikinn í liði Tindastóls í sumar en hún lék alls 20 leiki og skoraði níu mörk. 

Breiðablik endaði í 2. sæti í Pepsi Max deild kvenna í sumar, þrátt fyrir að tapa ekki leik. Þá er liðið enn í Meistaradeild Evrópu en liðið tapaði 4-0 gegn PSG á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×