Enski boltinn

Mourin­ho um Klopp: „Honum líkaði ekki mat­seðillinn“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp líflegur á Old Trafford í gær.
Klopp líflegur á Old Trafford í gær. vísir/getty
Jose Mourinho, sparkspekingur Sky Sports, segir að það hafi sést mikil gremja á Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, í leik Liverpool og Manchester United í gær.Klopp hefur ekki unnið leik á Old Trafford og það breyttist ekki í gær en Mourinho, sem var spekingur Sky Sports, yfir leiknum í gær greindi leikinn á þennan hátt eftir leikinn:„Mér finnst eins og Liverpool verða takmarkaðir þegar þeir mæta liðum sem liggja til baka. Þeir hafa náð í frábær úrslit en stundum verður þetta mjög takmarkað,“ sagði Mourinho eftir leikinn.„Stundum mölbrjóta þeir andstæðinganna þegar þeir mæta liðum sem spila líkt og þeir vilja spila á móti en það það var gremja í Jurgen.“„Á Old Trafford, sem er sérstakur staður fyrir Liverpool að vinna, hefur hann aldrei unnið. Mér finnst eins og honum hafi ekki líkað matseðilinn. Hann vill kjöt en fékk fisk.“

„Hann var ekki ánægður og þeir eru auðvitað mun sterkari þegar þeir spila gegn liðum þar sem þeir geta sótt hratt en United á þessum tímapunkti spila öðruvísi.“„Þeir reyna að vera þéttir til baka og þeir héldu þremur miðvörðum þéttum sem og miðjumönnunum. Þeim líkaði ekki vel við matseðilinn,“ sagði Mourinho.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Sláandi munur á Liverpool fyrir og eftir komu Van Dijk

Liverpool gerði Virgil van Dijk að dýrasta varnarmanni í heimi í janúar á síðasta ári, tímabundið allavega. Síðan þá hefur þessi 28 ára Hollendingur verið einn besti knattspyrnumaður í heimi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.