Sport

Sungu um að það ætti að fangelsa Trump | Myndbönd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Trump heilsar á vellinum. Fáir fögnuðu honum.
Trump heilsar á vellinum. Fáir fögnuðu honum. vísir/getty
Donald Trump Bandaríkjaforseti fékk ekki beint hlýjar móttökur á leik Washington Nationals og Houston Astros í World Series síðustu nótt.

Þetta var fimmti leikur liðanna í úrslitum MLB-deildarinnar. Astros vann stórsigur og leiðir einvígið, 3-2.

Trump fékk sér stuttan bíltúr á völlinn og átti líklega ekki von á því að fá svona kaldar kveðjur. Það var bæði baulað og síðan sungið „Lock him up“ eða sendið hann í fangelsi er hann kom á risaskjáinn.
Tengdar fréttir

Astros einum sigri frá titlinum

Úrslitarimman í MLB-deildinni í hafnabolta, World Series, hefur verið lyginni líkust og Houston Astros er nú komið í kjörstöðu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.