Sport

Astros einum sigri frá titlinum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn Astros fagna í nótt.
Leikmenn Astros fagna í nótt. vísir/getty
Úrslitarimman í MLB-deildinni í hafnabolta, World Series, hefur verið lyginni líkust og Houston Astros er nú komið í kjörstöðu.

Washington Nationals komst í 2-0 í rimmu liðanna með því að vinna tvo leiki í Houston. Astros svaraði því með því að vinna þrjá leiki í Washington og komast í 3-2. Allt útisigrar það sem af er í World Series.

Astros vann stórsigur í nótt, 7-1, og getur klárað dæmið á heimavelli aðra nótt. Ef það tekst verður það annar titill liðsins á síðustu þremur árum.

Ef það þarf hreinan úrslitaleik þá mun hann líka fara fram í Houston.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.