Lífið

Steinunn Ólína búin að finna ástina

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Steinunn Ólína er í sambúð með Möggu Stínu tónlistarkonu og bregða þær reglulega á leik í beinni útsendingu á Facebook. Sýna þær til dæmis oft frá því þegar þær borða morgunmat og hafa gaman.
Steinunn Ólína er í sambúð með Möggu Stínu tónlistarkonu og bregða þær reglulega á leik í beinni útsendingu á Facebook. Sýna þær til dæmis oft frá því þegar þær borða morgunmat og hafa gaman. Fréttablaðið/Anton Brink
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og ritstjóri Kvennablaðsins, er í fjarsambandi með Bergsveini Birgissyni rithöfundi. Frá þessu greinir DV.Bergsveinn hefur meðal annars unnið sér það til frægðar að vera sleginn til riddara af Haraldi fimmta Noregskonungi. Hann flutti til Noregs upphaflega til að lesa trúarbragðrasögu, einkum þá tengda norrænni goðafræði. Hann sagði ítarlega frá flutningum sínum til Noregs í viðtali við Fréttablaðið árið 2016.Hann hefur meðal annars skrifað bókina Leitin að svarta víkingnum og Svar við bréfi Helgu.Steinunn Ólína hefur leikið í fjölmörgum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum í gegnum tíðina. Þá hefur hún stýrt spjallþætti á RÚV, ritstýrt Kvennablaðinu auk þess sem hún stígur reglulega á svið í leikhúsinu. Framundan hjá henni er hlutverk Soffíu frænku í Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu.Steinunn Ólína var gift Stefáni Karli Stefánssyni leikara sem lést í ágúst í fyrra eftir baráttu við krabbamein.Sambúð Möggu Stínu tónlistarkonu og Steinunnar Ólínu hefur vakið athygli enda eru þær afar virkar á Facebook. Þar blása þær reglulega til beinna útsendinga, stundum yfir morgunmatnum, og láta gamminn geysa sér og öðrum til gamans. Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.