Stál í stál í Wales

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gareth Bale í baráttunni í kvöld.
Gareth Bale í baráttunni í kvöld. vísir/Getty
Wales og Króatía gerði 1-1 jafntefli E-riðli undankeppni EM 2020 er liðin mættust í Cardiff í kvöld.Það voru ekki liðnar nema níu mínútur er Nikola Vlasic kom Króatíu yfir eftir stoðsendingu frá Bruno Petkovic.Það var kraftur í Wales-verjum undir lok hálfleiksins. Frábær sprettur Ben Davies skilaði sér í stoðsendingu á Gareth Bale sem kláraði færið vel.Síðari hálfleikurinn var ekki merkilegur en alls fóru fimm gul spjöld á loft í síðari hálfleiknum. Hart var tekist á en lokatölur 1-1.Króatía er á toppi riðilsins með fjórtán stig en Wales er í 4. sætinu með átta stig. Wales þarf að vinna síðustu tvo leiki sína (gegn Azerbaídsjan og Unverjalandi) til að tryggja sér á EM 2020.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.