Innlent

Leggur áherslu á NPA-þjónustu fyrir börn

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, segir að gagnrýni Sambands íslenskra sveitarfélaga um trúnaðarbrest vegna NPA þjónustu sé byggð á misskilningi.
Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, segir að gagnrýni Sambands íslenskra sveitarfélaga um trúnaðarbrest vegna NPA þjónustu sé byggð á misskilningi.
Félagsmálaráðherra segist hafa lagt ríka áherslu á það að notendastýrð persónuleg aðstoða eða NPA-þjónusta við börn sé aukin. Gagnrýni Sambands íslenskra sveitarfélaga um trúnaðarbrest vegna þjónustunnar sé byggð á misskilningi.

Í vikunni sakaði Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, félagsmálaráðherra um trúnaðarbrest vegna NPA-samninga fyrir börn. Í bréfi sambandsins til ráðherra er þess krafist að ráðneytið dragi tafarlaust til baka ráðagerðir um gerbreyttan útreiknig á hlutdeild ríkisins í samningsfjárhæðum NPA samninga. Bréfi framkvæmdastjórans fylgir minnisblað frá lögfræðisviði sambandins þar sem vitnað er til fundargerðar frá 18. September þar sem segir að ráðuneytið segi það skýrt að NPA sé ekki hugsað fyrir börn, en gæti mögulega átt við fyrir ungmenni.

„Ég held að þetta hljóti að vera einhver misskilningur af hálfu Sambands íslenskra sveitafélaga vegna þess að við könnumst ekki við þetta. Ég vonast bara til þess að við getum leyst þetta í samstarfi áfram við sambandið,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og bætir við að hann skilji í raun ekki hvernig misskilningurinn hafi orðið til.

„Það er þannig að hvert og eitt sveitarfélag er í frjálsvald sett hvernig það skipuleggur NPA-þjónustuna og málefni barna eru þar undir. Þannig eins og ég segi þá skil ég ekki hvernig þessi misskilningur hefur orðið. Við höfum þvert á móti verið að leggja áherslu á það að þjónustan við börn séu aukin,“ segir Ásmundur.  

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×