Fótbolti

Fengu Rabiot í sumar en eru nú tilbúnir að losa sig við hann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rabiot gæti verið á förum frá Juve í janúar.
Rabiot gæti verið á förum frá Juve í janúar. vísir/getty

Ítölsku meistararnir í Juventus eru sagðir vilja losna við Adrien Rabiot en hann gekk til liðs við Juventus í sumar.

Maurizio Sarri, stjóri Juventus, hefur ekki notað Rabiot mikið í upphafi tímabilsins og er Sarri sagður vilja Rabiot burt.

Sarri horfir til Christian Eriksen, danska landsliðsmannsins hjá Tottenham, og vill fá hann til Ítalíu í janúar.
Eriksen rennur út af samningi sínum hjá Tottenham næsta sumar og vilji Tottenham fá pening fyrir Eriksen verður það að gerast í janúar.

Rabiot gæti einnig farið í skiptum við Eriksen það er Le 10 Sport fjölmiðillinn sem greinr frá þessu.

Rabiot er 24 ára gamall Frakki en hann hefur komið við sögu í þremur leikjum það sem af er ítölsku úrvalsdeildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.