Enski boltinn

Kaupir Man Utd fyrrum miðjumann Liverpool?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Emre Can í leik Þýskalands og Eistlands í undankeppni EM 2020.
Emre Can í leik Þýskalands og Eistlands í undankeppni EM 2020. Vísir/Getty
Samkvæmt ítalska miðlinum Calcio Mercato hefur Man United augastað á Emre Can, fyrrum leikmanni Liverpool sem er nú samningsbundinn ítölsku meisturunum í Juventus.Hann hefur ekki byrjað leik á þessari leiktíð og aðeins tvisvar komið inn af varamannabekk liðsins. Það er því ljóst að Maurizo Sarri, þjálfari Juventus, telur sig hafa lítil not fyrir leikmanninn.Can var í byrjunarliði Þýskalands gegn Eistlandi í undankeppni EM á sunnudaginn var í stöðu miðvarðar en fékk því miður beint rautt spjald eftir aðeins 14. mínútna leik. Það kom ekki að sök þar sem Þýskaland vann 3-0. 

Can er annar leikmaður Juventus sem er orðaður við Man Utd á skömmum tíma en talið er að liðið muni kaupa króatíska framherjann Mario Mandžukić í janúar fyrir níu milljónir punda.Sá króatíski á að gefa liðinu aukna breidd í sókninni sem og að bjóða upp á öðruvísi ógn en þeir Marcus Rashford, Anthony Martial og Mason Greenwood.

Can er langt frá því eini leikmaðurinn sem Ole Gunnar Solskjær vill til að styrkja miðsvæði United en félagið er einnig orðað við James Maddison (Leicester City), Declan Rice (West Ham United), Sean Longstaff (Newcastle United) sem og Donny Van de Beek (Ajax).

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Emre Can ósáttur hjá Juventus

Emre Can líst ekki á blikuna hjá ítalska stórveldinu en vonast eftir að fá tækifæri fyrr en síðar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.