Plastbensli trufla óbermi sem vilja losa dekk á hjólum Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2019 10:58 Steinar hefur sett fram snjalla hugmynd sem gæti hindrað þá ódáma við sína ömurlegu iðju sem felst í því að losa dekk reiðhjóla. „Já, ég hrökk við. Átti ekki von á að þetta næði þvílíku flugi,“ segir Steinar Kjartansson vélfræðingur í samtali við Vísi um mikla dreifingu sem mynd og færsla hans hefur fengið á Facebook. Viðbrögðin eru ef til vill til marks um að nokkur óhugnaður hefur gripið um sig í þjóðfélaginu og ekki að tilefnislausu. Steinar hefur sett fram hugmynd sem gengur út á að sporna við fæti gegn þeim óhuganlegu slysum sem frá hefur verið greint að undanförnu sem felast í því að dekk hjóla eru losuð þannig að reiðhjólamenn, oft börn og unglingar, steypast á höfuðið. Oft með skelfilegum afleiðingum. Hugmyndin gengur út á að herða dragbönd úr plasti um augað á stönginni sem er flýtiherðing dekks og um gaffalinn.Arminn má festa með plastbensli Steinar birtir mynd af því hvernig þetta virkar og lætur fylgja með orðsendingu: „Í ljósi þess að mikið hefur verið fjallað um þann ljóta leik að losa um rær á reiðhjólum þá langar mig að henda hérna inn smá hugmynd sem ég tel að geti aukið öryggi barnanna. Þetta getur hjálpað börnunum að sjá í fljótu bragði hvort átt hafi verið við arminn á rónni.Hér má sjá mynd af því ráði sem Steinar leggur í púkkið.Með því að herða plastbensli yfir arminn á rónni má jafnvel koma í veg fyrir að hún sé losuð en í öllu falli ætti að vera augljóst ef átt hefur verið við hana.“Óhugnaður ríkir innan Langholtsskóla Steinar segir að þessi dragbönd megi fá í flestum byggingavöruverslunum, þá í rafmagnsdeildinni, enda er þetta mikið notað af rafvirkjum til að hemja. Steinar segir myndina sýna minni gerð af dragböndum en stærri gerðirnar eru mjög sterkar. „Ég hef sett svona á hjólið hjá syni mínum og beðið hann um að fylgjast með hvort þetta sé ekki óhreyft áður en hann notar hjólið.“ Steinar segist gera sér grein fyrir því að þetta bragð sé í sjálfu sér ekki að fara að laga neina óæskilega hegðun eins né neins.Steinar segist gera sér grein fyrir því að þetta muni ekki skrúfa fyrir þær hvatir sem að baki búa en vonar að þetta geti orðið til að hægja á illvirkjunum.„En, þetta gæti komið í veg fyrir að þeir geri það sem þeir ætla sér af hvaða hvötum sem það er. Vona að það sé fyrst og fremst óvitaskapur, ef þetta er gert af illum hvötum en óhugnanlegt að er hugsa til þess að börn séu að gera svona. Vonandi að foreldrar kíki við hjá börnum sínum og fari yfir þetta.“ Steinar herðir reglulega upp á festingum á dekkjum hjóls sonar síns sem er í Langholtsskóla. En, einn félagi sonar hans, eða krakki sem hann kannast við, lenti í þessu. „Þá skoðaði ég hjól sonar míns. Ég var að nota svona strapper og hugmyndin kviknaði.“ Steinar segir það rétt að nokkur óhugnaður ríki vegna þessa í Langholtsskóla. Þar hafi barn lent í þessu og hefur mikið verið um það rætt á Facebookvegg foreldrafélagsins þar. Börn og uppeldi Lögreglumál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Foreldrar verði á varðbergi gagnvart illkvitnum hrekkjum Foreldrar eru áhyggjufullir vegna illkvittins hrekks sem gengur út á að losa dekk undan reiðhjólum barna. Alvarleg slys hafa orðið vegna þessa og lítur lögregla málið alvarlegum augum. 14. október 2019 22:15 Lögregla lítur hrekk í Þorlákshöfn mjög alvarlegum augum Drengur fæddur 2007 slasaðist þegar framhjól datt undan reiðhjóli hans í Þorlákshöfn. 14. október 2019 12:42 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira
„Já, ég hrökk við. Átti ekki von á að þetta næði þvílíku flugi,“ segir Steinar Kjartansson vélfræðingur í samtali við Vísi um mikla dreifingu sem mynd og færsla hans hefur fengið á Facebook. Viðbrögðin eru ef til vill til marks um að nokkur óhugnaður hefur gripið um sig í þjóðfélaginu og ekki að tilefnislausu. Steinar hefur sett fram hugmynd sem gengur út á að sporna við fæti gegn þeim óhuganlegu slysum sem frá hefur verið greint að undanförnu sem felast í því að dekk hjóla eru losuð þannig að reiðhjólamenn, oft börn og unglingar, steypast á höfuðið. Oft með skelfilegum afleiðingum. Hugmyndin gengur út á að herða dragbönd úr plasti um augað á stönginni sem er flýtiherðing dekks og um gaffalinn.Arminn má festa með plastbensli Steinar birtir mynd af því hvernig þetta virkar og lætur fylgja með orðsendingu: „Í ljósi þess að mikið hefur verið fjallað um þann ljóta leik að losa um rær á reiðhjólum þá langar mig að henda hérna inn smá hugmynd sem ég tel að geti aukið öryggi barnanna. Þetta getur hjálpað börnunum að sjá í fljótu bragði hvort átt hafi verið við arminn á rónni.Hér má sjá mynd af því ráði sem Steinar leggur í púkkið.Með því að herða plastbensli yfir arminn á rónni má jafnvel koma í veg fyrir að hún sé losuð en í öllu falli ætti að vera augljóst ef átt hefur verið við hana.“Óhugnaður ríkir innan Langholtsskóla Steinar segir að þessi dragbönd megi fá í flestum byggingavöruverslunum, þá í rafmagnsdeildinni, enda er þetta mikið notað af rafvirkjum til að hemja. Steinar segir myndina sýna minni gerð af dragböndum en stærri gerðirnar eru mjög sterkar. „Ég hef sett svona á hjólið hjá syni mínum og beðið hann um að fylgjast með hvort þetta sé ekki óhreyft áður en hann notar hjólið.“ Steinar segist gera sér grein fyrir því að þetta bragð sé í sjálfu sér ekki að fara að laga neina óæskilega hegðun eins né neins.Steinar segist gera sér grein fyrir því að þetta muni ekki skrúfa fyrir þær hvatir sem að baki búa en vonar að þetta geti orðið til að hægja á illvirkjunum.„En, þetta gæti komið í veg fyrir að þeir geri það sem þeir ætla sér af hvaða hvötum sem það er. Vona að það sé fyrst og fremst óvitaskapur, ef þetta er gert af illum hvötum en óhugnanlegt að er hugsa til þess að börn séu að gera svona. Vonandi að foreldrar kíki við hjá börnum sínum og fari yfir þetta.“ Steinar herðir reglulega upp á festingum á dekkjum hjóls sonar síns sem er í Langholtsskóla. En, einn félagi sonar hans, eða krakki sem hann kannast við, lenti í þessu. „Þá skoðaði ég hjól sonar míns. Ég var að nota svona strapper og hugmyndin kviknaði.“ Steinar segir það rétt að nokkur óhugnaður ríki vegna þessa í Langholtsskóla. Þar hafi barn lent í þessu og hefur mikið verið um það rætt á Facebookvegg foreldrafélagsins þar.
Börn og uppeldi Lögreglumál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Foreldrar verði á varðbergi gagnvart illkvitnum hrekkjum Foreldrar eru áhyggjufullir vegna illkvittins hrekks sem gengur út á að losa dekk undan reiðhjólum barna. Alvarleg slys hafa orðið vegna þessa og lítur lögregla málið alvarlegum augum. 14. október 2019 22:15 Lögregla lítur hrekk í Þorlákshöfn mjög alvarlegum augum Drengur fæddur 2007 slasaðist þegar framhjól datt undan reiðhjóli hans í Þorlákshöfn. 14. október 2019 12:42 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira
Foreldrar verði á varðbergi gagnvart illkvitnum hrekkjum Foreldrar eru áhyggjufullir vegna illkvittins hrekks sem gengur út á að losa dekk undan reiðhjólum barna. Alvarleg slys hafa orðið vegna þessa og lítur lögregla málið alvarlegum augum. 14. október 2019 22:15
Lögregla lítur hrekk í Þorlákshöfn mjög alvarlegum augum Drengur fæddur 2007 slasaðist þegar framhjól datt undan reiðhjóli hans í Þorlákshöfn. 14. október 2019 12:42