Plastbensli trufla óbermi sem vilja losa dekk á hjólum Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2019 10:58 Steinar hefur sett fram snjalla hugmynd sem gæti hindrað þá ódáma við sína ömurlegu iðju sem felst í því að losa dekk reiðhjóla. „Já, ég hrökk við. Átti ekki von á að þetta næði þvílíku flugi,“ segir Steinar Kjartansson vélfræðingur í samtali við Vísi um mikla dreifingu sem mynd og færsla hans hefur fengið á Facebook. Viðbrögðin eru ef til vill til marks um að nokkur óhugnaður hefur gripið um sig í þjóðfélaginu og ekki að tilefnislausu. Steinar hefur sett fram hugmynd sem gengur út á að sporna við fæti gegn þeim óhuganlegu slysum sem frá hefur verið greint að undanförnu sem felast í því að dekk hjóla eru losuð þannig að reiðhjólamenn, oft börn og unglingar, steypast á höfuðið. Oft með skelfilegum afleiðingum. Hugmyndin gengur út á að herða dragbönd úr plasti um augað á stönginni sem er flýtiherðing dekks og um gaffalinn.Arminn má festa með plastbensli Steinar birtir mynd af því hvernig þetta virkar og lætur fylgja með orðsendingu: „Í ljósi þess að mikið hefur verið fjallað um þann ljóta leik að losa um rær á reiðhjólum þá langar mig að henda hérna inn smá hugmynd sem ég tel að geti aukið öryggi barnanna. Þetta getur hjálpað börnunum að sjá í fljótu bragði hvort átt hafi verið við arminn á rónni.Hér má sjá mynd af því ráði sem Steinar leggur í púkkið.Með því að herða plastbensli yfir arminn á rónni má jafnvel koma í veg fyrir að hún sé losuð en í öllu falli ætti að vera augljóst ef átt hefur verið við hana.“Óhugnaður ríkir innan Langholtsskóla Steinar segir að þessi dragbönd megi fá í flestum byggingavöruverslunum, þá í rafmagnsdeildinni, enda er þetta mikið notað af rafvirkjum til að hemja. Steinar segir myndina sýna minni gerð af dragböndum en stærri gerðirnar eru mjög sterkar. „Ég hef sett svona á hjólið hjá syni mínum og beðið hann um að fylgjast með hvort þetta sé ekki óhreyft áður en hann notar hjólið.“ Steinar segist gera sér grein fyrir því að þetta bragð sé í sjálfu sér ekki að fara að laga neina óæskilega hegðun eins né neins.Steinar segist gera sér grein fyrir því að þetta muni ekki skrúfa fyrir þær hvatir sem að baki búa en vonar að þetta geti orðið til að hægja á illvirkjunum.„En, þetta gæti komið í veg fyrir að þeir geri það sem þeir ætla sér af hvaða hvötum sem það er. Vona að það sé fyrst og fremst óvitaskapur, ef þetta er gert af illum hvötum en óhugnanlegt að er hugsa til þess að börn séu að gera svona. Vonandi að foreldrar kíki við hjá börnum sínum og fari yfir þetta.“ Steinar herðir reglulega upp á festingum á dekkjum hjóls sonar síns sem er í Langholtsskóla. En, einn félagi sonar hans, eða krakki sem hann kannast við, lenti í þessu. „Þá skoðaði ég hjól sonar míns. Ég var að nota svona strapper og hugmyndin kviknaði.“ Steinar segir það rétt að nokkur óhugnaður ríki vegna þessa í Langholtsskóla. Þar hafi barn lent í þessu og hefur mikið verið um það rætt á Facebookvegg foreldrafélagsins þar. Börn og uppeldi Lögreglumál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Foreldrar verði á varðbergi gagnvart illkvitnum hrekkjum Foreldrar eru áhyggjufullir vegna illkvittins hrekks sem gengur út á að losa dekk undan reiðhjólum barna. Alvarleg slys hafa orðið vegna þessa og lítur lögregla málið alvarlegum augum. 14. október 2019 22:15 Lögregla lítur hrekk í Þorlákshöfn mjög alvarlegum augum Drengur fæddur 2007 slasaðist þegar framhjól datt undan reiðhjóli hans í Þorlákshöfn. 14. október 2019 12:42 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Sjá meira
„Já, ég hrökk við. Átti ekki von á að þetta næði þvílíku flugi,“ segir Steinar Kjartansson vélfræðingur í samtali við Vísi um mikla dreifingu sem mynd og færsla hans hefur fengið á Facebook. Viðbrögðin eru ef til vill til marks um að nokkur óhugnaður hefur gripið um sig í þjóðfélaginu og ekki að tilefnislausu. Steinar hefur sett fram hugmynd sem gengur út á að sporna við fæti gegn þeim óhuganlegu slysum sem frá hefur verið greint að undanförnu sem felast í því að dekk hjóla eru losuð þannig að reiðhjólamenn, oft börn og unglingar, steypast á höfuðið. Oft með skelfilegum afleiðingum. Hugmyndin gengur út á að herða dragbönd úr plasti um augað á stönginni sem er flýtiherðing dekks og um gaffalinn.Arminn má festa með plastbensli Steinar birtir mynd af því hvernig þetta virkar og lætur fylgja með orðsendingu: „Í ljósi þess að mikið hefur verið fjallað um þann ljóta leik að losa um rær á reiðhjólum þá langar mig að henda hérna inn smá hugmynd sem ég tel að geti aukið öryggi barnanna. Þetta getur hjálpað börnunum að sjá í fljótu bragði hvort átt hafi verið við arminn á rónni.Hér má sjá mynd af því ráði sem Steinar leggur í púkkið.Með því að herða plastbensli yfir arminn á rónni má jafnvel koma í veg fyrir að hún sé losuð en í öllu falli ætti að vera augljóst ef átt hefur verið við hana.“Óhugnaður ríkir innan Langholtsskóla Steinar segir að þessi dragbönd megi fá í flestum byggingavöruverslunum, þá í rafmagnsdeildinni, enda er þetta mikið notað af rafvirkjum til að hemja. Steinar segir myndina sýna minni gerð af dragböndum en stærri gerðirnar eru mjög sterkar. „Ég hef sett svona á hjólið hjá syni mínum og beðið hann um að fylgjast með hvort þetta sé ekki óhreyft áður en hann notar hjólið.“ Steinar segist gera sér grein fyrir því að þetta bragð sé í sjálfu sér ekki að fara að laga neina óæskilega hegðun eins né neins.Steinar segist gera sér grein fyrir því að þetta muni ekki skrúfa fyrir þær hvatir sem að baki búa en vonar að þetta geti orðið til að hægja á illvirkjunum.„En, þetta gæti komið í veg fyrir að þeir geri það sem þeir ætla sér af hvaða hvötum sem það er. Vona að það sé fyrst og fremst óvitaskapur, ef þetta er gert af illum hvötum en óhugnanlegt að er hugsa til þess að börn séu að gera svona. Vonandi að foreldrar kíki við hjá börnum sínum og fari yfir þetta.“ Steinar herðir reglulega upp á festingum á dekkjum hjóls sonar síns sem er í Langholtsskóla. En, einn félagi sonar hans, eða krakki sem hann kannast við, lenti í þessu. „Þá skoðaði ég hjól sonar míns. Ég var að nota svona strapper og hugmyndin kviknaði.“ Steinar segir það rétt að nokkur óhugnaður ríki vegna þessa í Langholtsskóla. Þar hafi barn lent í þessu og hefur mikið verið um það rætt á Facebookvegg foreldrafélagsins þar.
Börn og uppeldi Lögreglumál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Foreldrar verði á varðbergi gagnvart illkvitnum hrekkjum Foreldrar eru áhyggjufullir vegna illkvittins hrekks sem gengur út á að losa dekk undan reiðhjólum barna. Alvarleg slys hafa orðið vegna þessa og lítur lögregla málið alvarlegum augum. 14. október 2019 22:15 Lögregla lítur hrekk í Þorlákshöfn mjög alvarlegum augum Drengur fæddur 2007 slasaðist þegar framhjól datt undan reiðhjóli hans í Þorlákshöfn. 14. október 2019 12:42 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Sjá meira
Foreldrar verði á varðbergi gagnvart illkvitnum hrekkjum Foreldrar eru áhyggjufullir vegna illkvittins hrekks sem gengur út á að losa dekk undan reiðhjólum barna. Alvarleg slys hafa orðið vegna þessa og lítur lögregla málið alvarlegum augum. 14. október 2019 22:15
Lögregla lítur hrekk í Þorlákshöfn mjög alvarlegum augum Drengur fæddur 2007 slasaðist þegar framhjól datt undan reiðhjóli hans í Þorlákshöfn. 14. október 2019 12:42