Fótbolti

Birkir semur til þriggja mánaða í Katar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birkir mun leika í treyju númer 67.
Birkir mun leika í treyju númer 67. mynd/al arabi
Birkir Bjarnason hefur skrifað undir þriggja mánaða samning við Al-Arabi í Katar en þetta var staðfest í dag.Vísir greindi frá því í morgun að sést hafi verið til Birkis koma til Katar og þá fóru fréttir að berast af því að landsliðsmaðurinn væri að semja við félagið.Heimir Hallgrímsson er sem kunnugt er þjálfari Al-Arabi en með liðinu leikur Aron Einar Gunnarsson sem er nú á meiðslalistanum og verður fram á nýtt ár.Birki er ætlað að fylla skarð Arons á miðsvæðinu hjá Al-Arabi sem hefur farið vel af stað á leiktíðinni. Liðið er í öðru sætinu, stigi á eftir toppliðinu.

Birkir hefur verið án félags síðan hann samdi við Aston Villa um starfslok í byrjun ágústmánaðar. Derby voru sagðir áhugasamir um miðjumanninn sem ákvað að fara til Katar.Birkir lék afar vel í landsleiknum gegn Frakklandi á föstudagskvöldið en einnig var hann í byrjunarliðinu á mánudaginn í sigrinum á Andorra.Hann verður laus allra mála á nýjan leik í janúar og verður fróðlegt að sjá hvert næsta skref hjá honum verður.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.