Fótbolti

Stórsigur Wolfsburg í Meistaradeildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn Wolfsburg fagna marki í kvöld
Leikmenn Wolfsburg fagna marki í kvöld vísir/getty
Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg eru svo gott sem komnar í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir stórsigur á Twente.Zsanett Jakabfi skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og var staðan 2-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik bætti Wolfsburg fjórum mörkum við og lauk leiknum með 6-0 sigri.Sara Björk var að vanda í byrjunarliði Wolfsburg en hún fór af velli eftir 75 mínútna leik.Þetta var fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitunum, sá seinni fer fram 30. október.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.