Tónlist

Nanna dansar á vatni í nýju myndbandi OMAM

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nanna fer mikinn í myndbandinu.
Nanna fer mikinn í myndbandinu.
Íslenska sveitin Of Monsters And Men gaf í gær út nýtt myndband við lagið Wild Roses. Nanna Bryndís Hilmarsdóttir fer sjálf á kostum í myndbandinu sem tekið er upp í Sundhöllinni í Hafnarfirði.

Það er Þóra Hilmarsdóttir sem leikstýrði kvikmyndinni en þeir sem komu einnig að gerð myndbandsins eru Kristín Andrea Þórðardóttir, Ingimar Guðbjartsson, Guðlaugur Andri Eyþórsson, Þór Elíasson, Henrik Linnet, Stella Rósenkranz og Skot Productions.

Hér að neðan má sjá myndbandið en sveitin er um þessar mundir á tónleikaferðalagi um heiminn.

Klippa: Of Monsters and Men - Wild RosesFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.