Erdogan samþykkir að leggja niður vopnin tímabundið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. október 2019 18:30 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, féllst á bón varaforseta og utanríkisráðherra Bandaríkjanna um að gera hlé á innrás sinni í norðausturhluta Sýrlands í kvöld. Vopnahlé verður í 120 klukkustundir og er ætlast til þess að hersveitir Kúrda yfirgefi það svæði við landamæri ríkjanna sem Tyrkir hafa útnefnt öruggt. „Í dag hafa Bandaríkin og Tyrkland sammælst um vopnahlé í Sýrlandi. Tyrkir munu gera hlé á aðgerðum sínum til þess að gefa Kúrdum svæði á því að yfirgefa hið örugga svæði,“ sagði varaforsetinn Mike Pence stuttu fyrir klukkan sex en hann kom til Tyrklands í morgun ásamt Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O'Brien, þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta.Þvinganir og harðjaxlabréf Fundurinn með Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta var haldinn í skugga nýsamþykktra viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn Tyrkjum auk þess að Bandaríkin hörfuðu frá Sýrlandi, rýmdu þannig fyrir innrásinni, eftir símtal Erdogans og Trumps. Önnur samskipti forsetanna tveggja hafa þó verið til umræðu í dag. Bandaríska forsetaembættið staðfesti að bréf Trumps til Erdogans, sem birt var á Twitter, væri ósvikið en þar varaði hann Tyrkjann við því að haga sér eins og harðjaxl. Annars myndu Bandaríkin gjöreyðileggja tyrkneska hagkerfið og Erdogan yrði skráður í sögubækurnar sem djöfull. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan fleygði „harðjaxlabréfi“ Trumps beint í ruslið Þetta herma heimildir breska ríkisútvarpsins en umrætt bréf hefur vakið mikla athygli. 17. október 2019 10:14 Erdogan fundar í dag með Bandaríkjamönnum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa, þrátt fyrir að forsetinn hafi áður sagst aðeins vilja funda með Donald Trump. 17. október 2019 08:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, féllst á bón varaforseta og utanríkisráðherra Bandaríkjanna um að gera hlé á innrás sinni í norðausturhluta Sýrlands í kvöld. Vopnahlé verður í 120 klukkustundir og er ætlast til þess að hersveitir Kúrda yfirgefi það svæði við landamæri ríkjanna sem Tyrkir hafa útnefnt öruggt. „Í dag hafa Bandaríkin og Tyrkland sammælst um vopnahlé í Sýrlandi. Tyrkir munu gera hlé á aðgerðum sínum til þess að gefa Kúrdum svæði á því að yfirgefa hið örugga svæði,“ sagði varaforsetinn Mike Pence stuttu fyrir klukkan sex en hann kom til Tyrklands í morgun ásamt Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O'Brien, þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta.Þvinganir og harðjaxlabréf Fundurinn með Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta var haldinn í skugga nýsamþykktra viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn Tyrkjum auk þess að Bandaríkin hörfuðu frá Sýrlandi, rýmdu þannig fyrir innrásinni, eftir símtal Erdogans og Trumps. Önnur samskipti forsetanna tveggja hafa þó verið til umræðu í dag. Bandaríska forsetaembættið staðfesti að bréf Trumps til Erdogans, sem birt var á Twitter, væri ósvikið en þar varaði hann Tyrkjann við því að haga sér eins og harðjaxl. Annars myndu Bandaríkin gjöreyðileggja tyrkneska hagkerfið og Erdogan yrði skráður í sögubækurnar sem djöfull.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan fleygði „harðjaxlabréfi“ Trumps beint í ruslið Þetta herma heimildir breska ríkisútvarpsins en umrætt bréf hefur vakið mikla athygli. 17. október 2019 10:14 Erdogan fundar í dag með Bandaríkjamönnum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa, þrátt fyrir að forsetinn hafi áður sagst aðeins vilja funda með Donald Trump. 17. október 2019 08:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Erdogan fleygði „harðjaxlabréfi“ Trumps beint í ruslið Þetta herma heimildir breska ríkisútvarpsins en umrætt bréf hefur vakið mikla athygli. 17. október 2019 10:14
Erdogan fundar í dag með Bandaríkjamönnum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa, þrátt fyrir að forsetinn hafi áður sagst aðeins vilja funda með Donald Trump. 17. október 2019 08:00