Lífið samstarf

Grímuklæddar ofurhetjur gerðar útlægar

Stöð 2 kynnir
Watchmen nefnast magnþrungnir spennuþættir úr smiðju HBO sem byggðir eru á samnefndri myndasögubók.
Watchmen nefnast magnþrungnir spennuþættir úr smiðju HBO sem byggðir eru á samnefndri myndasögubók.
Watchmen nefnast magnþrungnir spennuþættir úr smiðju HBO sem byggðir eru á samnefndri myndasögubók. Sögusvið þáttanna er hliðstæður veruleiki þar sem grímuklæddar ofurhetjur hafa verið gerðar útlægar.Hluti þeirra unir ekki við sitt og gerir byltingu, meðan aðrar reyna að stilla til friðar. Fljótlega flækjast málin þegar báðir hóparnir setja upp grímur og erfiðara verður að greina rétt frá röngu. Hér er reynt að fanga goðsagnakennda yfirbragð bókarinnar og flétta því saman við töfra sjónvarpsins.Jarðbundið drama þar sem mannlegar og breyskar „ofurhetjur“ takast á við flókin málefni sem stefna eigin siðferði þeirra í hættu og oft óljóst hvar mörkin á milli góðs og ills liggja.Leikarahópurinn samanstendur af Óskars- og Emmy- og Golden Globesverðlaunahöfum á borð við Reginu King sem fer með burðarhlutverkið, Jeremy Irons, Don Johnson, Louis Gossett Jr. og Jean Smart ásamt fleiri stórgóðum leikurum. Framleiðandi þáttanna er Emmy-verðlaunahafinn Damon Lindelof sem kom einnig að framleiðslu þáttaraðanna Lost og The Leftovers.Þættirnir hefjast á Stöð 2 mánudaginn 21. október og verða frumsýndir samtímis inni á Stöð 2 Maraþon.

Klippa: Watchmen - sýnishorn
 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.