Segir tíma til kominn að félagshyggjuflokkar hætti að lauma sér í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2019 11:45 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. aðsend/Sóllilja Baltasarsdóttir Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag í Austurbæ en þar verða loftslagsmál í forgrunni, hugað verður að framtíðinni og hvernig Samfylkingin getur orðið leiðandi afl í næstu ríkisstjórn. Þetta segir í fréttatilkynningu. Meðal annars verða pallborðsumræður sem Sævar Helgi Bragason, vísindamaður, mun stýra um aðgerðir í umhverfismálum þar sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, munu taka til máls ásamt Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, hagfræðingi, og Brynhildi Pétursdóttur, framkvæmdarstjóra Neytendasamtakanna. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hélt ræðu á fundinum þar sem hann einblíndi einnig á loftslagsmál, félagsmál og breytt landslag stjórnmálanna. „Nú er runninn upp sá tími í íslenskum stjórnmálum, og ég vona að vinir okkar sem halda nú landsfund á Grand hótel, heyri þetta vel og skilji, nú er runninn upp sá tíma að íslensk stjórnmál hætti að snúast um hvaða félagshyggjuflokkur það er hverju sinni sem hleypst undan merkjum og laumar sér í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Logi og vísaði í landsfund VG sem fer fram um helgina.Segir ríkisstjórn ekki treysta sér til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Hann sagði að hvorki væri óhjákvæmilegt né réttlætanlegt að barn sem fæddist með varanlega fötlun sé dæmt til fátæktar út lífið eða að eldri hjón sem stritað hefðu allt sitt líf þyrftu að neita sér um læknisþjónustu. Þá væri óásættanlegt að ungt fólk hefði ekki aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og flosnaði upp úr námi vegna skilyrða Lánasjóðsins. Hann sagði mikilvægt að Samfylkingin væri leiðandi í málum framtíðarinnar og að flokkurinn þyrfti að rísa undir þeirri ábyrgð. Heimurinn tæki stöðugum breytingum og að móta þyrfti skýr markmið og leiðir til að vinna úr þeim vandamálum sem upp kæmu. „Stjórnin er of svifasein og metnaðarlítil í loftslagsmálum enda er einum stjórnmálaflokkanna nokkuð sama um þau og virðist ekki hafa aðra stefnu en þvælast sem allra mest fyrir og aðhafast sem minnst.“ Þá sagði hann ríkisstjórnina ekki treysta sér til að lýsa yfir neyðarástandi vegna hamfarahlýnunar eða að lögbinda markmið um kolefnishlutleysi sem myndi skuldbinda hana til aðgerða. Þrátt fyrir þetta ríkti svo sannarlega neyðarástand í loftslagsmálum. Hann benti þá á að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar kæmi fram að draga eigi úr framlögum til menntamála. Skref væri tekið afturábak en ekki áfram, fjölskylduvænt samfélag væri ekki við sjóndeildarhringinn og ekki stæði til að semja við opinbera starfsmenn og háskólafólk um styttri vinnuviku. „Það er ekki svona sem við búum í haginn fyrir unga fólkið okkar á 21. öldinni; þessari skammsýni og minnimáttarkennd í alþjóðamálum verður að linna. Við eigum að stefna í þveröfuga átt.“ Alþingi Loftslagsmál Samfylkingin Umhverfismál Tengdar fréttir Bein útsending frá ræðu Loga á flokksfundi Samfylkingarinnar Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag og hófst hann klukkan 10 í morgun og mun honum ljúka klukkan 17:00. 19. október 2019 10:46 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag í Austurbæ en þar verða loftslagsmál í forgrunni, hugað verður að framtíðinni og hvernig Samfylkingin getur orðið leiðandi afl í næstu ríkisstjórn. Þetta segir í fréttatilkynningu. Meðal annars verða pallborðsumræður sem Sævar Helgi Bragason, vísindamaður, mun stýra um aðgerðir í umhverfismálum þar sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, munu taka til máls ásamt Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, hagfræðingi, og Brynhildi Pétursdóttur, framkvæmdarstjóra Neytendasamtakanna. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hélt ræðu á fundinum þar sem hann einblíndi einnig á loftslagsmál, félagsmál og breytt landslag stjórnmálanna. „Nú er runninn upp sá tími í íslenskum stjórnmálum, og ég vona að vinir okkar sem halda nú landsfund á Grand hótel, heyri þetta vel og skilji, nú er runninn upp sá tíma að íslensk stjórnmál hætti að snúast um hvaða félagshyggjuflokkur það er hverju sinni sem hleypst undan merkjum og laumar sér í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Logi og vísaði í landsfund VG sem fer fram um helgina.Segir ríkisstjórn ekki treysta sér til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Hann sagði að hvorki væri óhjákvæmilegt né réttlætanlegt að barn sem fæddist með varanlega fötlun sé dæmt til fátæktar út lífið eða að eldri hjón sem stritað hefðu allt sitt líf þyrftu að neita sér um læknisþjónustu. Þá væri óásættanlegt að ungt fólk hefði ekki aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og flosnaði upp úr námi vegna skilyrða Lánasjóðsins. Hann sagði mikilvægt að Samfylkingin væri leiðandi í málum framtíðarinnar og að flokkurinn þyrfti að rísa undir þeirri ábyrgð. Heimurinn tæki stöðugum breytingum og að móta þyrfti skýr markmið og leiðir til að vinna úr þeim vandamálum sem upp kæmu. „Stjórnin er of svifasein og metnaðarlítil í loftslagsmálum enda er einum stjórnmálaflokkanna nokkuð sama um þau og virðist ekki hafa aðra stefnu en þvælast sem allra mest fyrir og aðhafast sem minnst.“ Þá sagði hann ríkisstjórnina ekki treysta sér til að lýsa yfir neyðarástandi vegna hamfarahlýnunar eða að lögbinda markmið um kolefnishlutleysi sem myndi skuldbinda hana til aðgerða. Þrátt fyrir þetta ríkti svo sannarlega neyðarástand í loftslagsmálum. Hann benti þá á að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar kæmi fram að draga eigi úr framlögum til menntamála. Skref væri tekið afturábak en ekki áfram, fjölskylduvænt samfélag væri ekki við sjóndeildarhringinn og ekki stæði til að semja við opinbera starfsmenn og háskólafólk um styttri vinnuviku. „Það er ekki svona sem við búum í haginn fyrir unga fólkið okkar á 21. öldinni; þessari skammsýni og minnimáttarkennd í alþjóðamálum verður að linna. Við eigum að stefna í þveröfuga átt.“
Alþingi Loftslagsmál Samfylkingin Umhverfismál Tengdar fréttir Bein útsending frá ræðu Loga á flokksfundi Samfylkingarinnar Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag og hófst hann klukkan 10 í morgun og mun honum ljúka klukkan 17:00. 19. október 2019 10:46 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Bein útsending frá ræðu Loga á flokksfundi Samfylkingarinnar Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag og hófst hann klukkan 10 í morgun og mun honum ljúka klukkan 17:00. 19. október 2019 10:46
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent