Elskar Reykjavíkurdætur en verður að halda áfram að segja brandarann Stefán Árni Pálsson skrifar 2. október 2019 15:30 Björn og Anna Svava mættu til Ómars á X-inu í morgun. „Ég held að það sé alltaf betra að tala og gera grín fyrst og fremst að sjálfum sér og það var það sem mig langaði að gera. Sú hugmynd kom bara strax og mig langaði alltaf bara að gera þetta með Önnu Svövu og engum öðrum,“ segir Björn Bragi Arnarsson sem vann lengi að nýrri uppistandssýningu sem hann stendur fyrir með Önnu Svövu um þessar mundir í Gamla Bíó. Nýja sýningin Björn Bragi Djöfulsson hefur slegið í gegn að undanförnu. Þar koma þau Björn Bragi og Anna Svava fram. Anna Svava vakti athygli á dögunum þegar Reykjavíkurdætur gagnrýndu hana fyrir uppistandið þar sem hún gerir grín að þeim í sínu upphitunaratriði. Eins og alþjóð þekkir káfaði Björn Bragi á ungri konu á djamminu í fyrra en atvikið náðist á myndaband og fór eins og eldur í sinu um landið. Bæði Björn og Anna Svava mættu í útvarpsþáttinn Ómar Úlfur á X-inu í dag og ræddu sýninguna en Björn Bragi langaði mest að taka sjálfan sig í geng eftir atburðina með því að koma fram. Hann segir að fólk hlæi alltaf mest að því sem það tengi við. Fyrst hafi átt að setja upp tvær sýningar en viðtökurnar voru það góðar að nú selst upp á hverja sýninguna á fætur annarri. Anna Svava segir að það hafi verið erfitt að vera krossfest fyrir brandara og vísar til gríns sem hún gerði að Reykjavíkurdætrum. „Mér fannst það mjög leiðinlegt. Ég er ekki eins og Bjössi, ég er ekki alltaf í blöðunum,“ segir Anna Svava og hlær.Reykjavíkurdætur þekkja það vel að koma fram á stórum tónlistarhátíðum erlendis.„Mér fannst það svo sérstaklega leiðinlegt því það var hægt að hringja í mig og ég hefði bara tekið þetta út. Svo var þetta orðið svo mikið mál að ég bara get ekki tekið þetta út núna. Mér finnst alltaf mjög óþægilegt að segja þennan brandara núna en ég verð einhvern veginn að gera það. Ég elska þessar stelpur og það hefur ekkert með það að gera,“ segir Anna. „Þessi þróun að einhver mæti og skrifar upp brandara í einhverja frétt, algjörlega samhengislaust, er alveg út í hött. Þannig er hægt að misskilja allt og þú ert ekki með neitt samhengi,“ segir Björn.Viðtalið má heyra hér að neðan.„Fólk hefur bara lesið fyrri hlutann á brandaranum og þegar fólk kemur á sýninguna er það bara óóó…. ég las í blaðinu að þetta væri bara um konur. Svo er ég líka að tala um karlmenn og úthúða þeim,“ segir Anna. „Allt listform á að vera pínu ögrandi, ekki bara grín. Þú vilt að þetta hreyfi við einhverjum tilfinningum og meðal annars láta ögra þér eitthvað,“ segir Björn. „Ég er karakterinn Anna þegar ég er með uppistand. Ég er alltaf að tala um hvað ég þoli ekki manninn minn í uppistandi og það er karakterinn minn, ekki endilega mín skoðun,“ segir Anna Svava.Björn Bragi ræddi málið sem setti þjóðfélagið á hliðina í Íslandi í dag á dögunum. Uppistand Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur ósáttar við Önnu Svövu: „Ljótt og ömurlegt djók“ Þau Björn Bragi Arnarsson og Anna Svava fóru af stað með uppistandið Björn Bragi Djöfulsson á dögunum og hefur verið vel mætt á sýninguna. 18. september 2019 12:00 „Orðið ótrúlega langþreytt, fordómafullt og mesta bull sem ég hef heyrt“ „Ég hef ekki séð þetta uppistand en Lestin á Rás1 fjallaði um uppistandið og þar kom þetta fram. Fyrstu viðbrögðin mín voru svona sterk aðallega þar sem hún segir að það sé enga góða kvenrappara að finna á Íslandi.“ 18. september 2019 14:30 Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
„Ég held að það sé alltaf betra að tala og gera grín fyrst og fremst að sjálfum sér og það var það sem mig langaði að gera. Sú hugmynd kom bara strax og mig langaði alltaf bara að gera þetta með Önnu Svövu og engum öðrum,“ segir Björn Bragi Arnarsson sem vann lengi að nýrri uppistandssýningu sem hann stendur fyrir með Önnu Svövu um þessar mundir í Gamla Bíó. Nýja sýningin Björn Bragi Djöfulsson hefur slegið í gegn að undanförnu. Þar koma þau Björn Bragi og Anna Svava fram. Anna Svava vakti athygli á dögunum þegar Reykjavíkurdætur gagnrýndu hana fyrir uppistandið þar sem hún gerir grín að þeim í sínu upphitunaratriði. Eins og alþjóð þekkir káfaði Björn Bragi á ungri konu á djamminu í fyrra en atvikið náðist á myndaband og fór eins og eldur í sinu um landið. Bæði Björn og Anna Svava mættu í útvarpsþáttinn Ómar Úlfur á X-inu í dag og ræddu sýninguna en Björn Bragi langaði mest að taka sjálfan sig í geng eftir atburðina með því að koma fram. Hann segir að fólk hlæi alltaf mest að því sem það tengi við. Fyrst hafi átt að setja upp tvær sýningar en viðtökurnar voru það góðar að nú selst upp á hverja sýninguna á fætur annarri. Anna Svava segir að það hafi verið erfitt að vera krossfest fyrir brandara og vísar til gríns sem hún gerði að Reykjavíkurdætrum. „Mér fannst það mjög leiðinlegt. Ég er ekki eins og Bjössi, ég er ekki alltaf í blöðunum,“ segir Anna Svava og hlær.Reykjavíkurdætur þekkja það vel að koma fram á stórum tónlistarhátíðum erlendis.„Mér fannst það svo sérstaklega leiðinlegt því það var hægt að hringja í mig og ég hefði bara tekið þetta út. Svo var þetta orðið svo mikið mál að ég bara get ekki tekið þetta út núna. Mér finnst alltaf mjög óþægilegt að segja þennan brandara núna en ég verð einhvern veginn að gera það. Ég elska þessar stelpur og það hefur ekkert með það að gera,“ segir Anna. „Þessi þróun að einhver mæti og skrifar upp brandara í einhverja frétt, algjörlega samhengislaust, er alveg út í hött. Þannig er hægt að misskilja allt og þú ert ekki með neitt samhengi,“ segir Björn.Viðtalið má heyra hér að neðan.„Fólk hefur bara lesið fyrri hlutann á brandaranum og þegar fólk kemur á sýninguna er það bara óóó…. ég las í blaðinu að þetta væri bara um konur. Svo er ég líka að tala um karlmenn og úthúða þeim,“ segir Anna. „Allt listform á að vera pínu ögrandi, ekki bara grín. Þú vilt að þetta hreyfi við einhverjum tilfinningum og meðal annars láta ögra þér eitthvað,“ segir Björn. „Ég er karakterinn Anna þegar ég er með uppistand. Ég er alltaf að tala um hvað ég þoli ekki manninn minn í uppistandi og það er karakterinn minn, ekki endilega mín skoðun,“ segir Anna Svava.Björn Bragi ræddi málið sem setti þjóðfélagið á hliðina í Íslandi í dag á dögunum.
Uppistand Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur ósáttar við Önnu Svövu: „Ljótt og ömurlegt djók“ Þau Björn Bragi Arnarsson og Anna Svava fóru af stað með uppistandið Björn Bragi Djöfulsson á dögunum og hefur verið vel mætt á sýninguna. 18. september 2019 12:00 „Orðið ótrúlega langþreytt, fordómafullt og mesta bull sem ég hef heyrt“ „Ég hef ekki séð þetta uppistand en Lestin á Rás1 fjallaði um uppistandið og þar kom þetta fram. Fyrstu viðbrögðin mín voru svona sterk aðallega þar sem hún segir að það sé enga góða kvenrappara að finna á Íslandi.“ 18. september 2019 14:30 Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Reykjavíkurdætur ósáttar við Önnu Svövu: „Ljótt og ömurlegt djók“ Þau Björn Bragi Arnarsson og Anna Svava fóru af stað með uppistandið Björn Bragi Djöfulsson á dögunum og hefur verið vel mætt á sýninguna. 18. september 2019 12:00
„Orðið ótrúlega langþreytt, fordómafullt og mesta bull sem ég hef heyrt“ „Ég hef ekki séð þetta uppistand en Lestin á Rás1 fjallaði um uppistandið og þar kom þetta fram. Fyrstu viðbrögðin mín voru svona sterk aðallega þar sem hún segir að það sé enga góða kvenrappara að finna á Íslandi.“ 18. september 2019 14:30